Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 21:38 Benedikt Jóhannesson segir að Steingrímur J. hafi upplýst um, úti í Grímsey, að VG væri reiðubúið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu. Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi, mun hafa haldið því fram í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, þá væntanlega með aðkomu Framsóknarflokks – því eins og skoðanakannanir liggja á þessu stigi er tveggja flokka stjórn útilokuð. Þessu heldur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, en hann er einnig oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, fram í nýlegum pistli á Facebooksíðu sinni. Benedikt, sem vakti verulega athygli í vikunni með því að lýsa yfir að Viðreisn muni ekki ganga inn í samstarf núverandi stjórnarflokka segir Sjálfstæðismenn mislesa þau orð sín markvisst. Og hafi brugðist ókvæða við, til að mynda hafi komið honum á óvart hversu neikvæður Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og einn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins, væri í garð Viðreisnar. „Hann virðist loka á samstarf við Viðreisn fyrir kosningar,“ segir Benedikt sem segir að ekkert samstarf annað en þetta mynstur: Sjálfstæðis-/Framsóknarflokkur/Viðreisn, hafi verið útilokað af sinni hálfu.Framsóknarmenn allra flokka sameinist Benedikt vendir þá kvæði sínu í kross og segir að hér sé í gangi vel skrifað leikrit, þar sem maðkur sé í mysunni.Benedikt heldur því fram að á bak við tjöldin hafi verið lögð drög að því að VG komi inn í núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosninum.„Í dag kemur í ljós að hér er í gangi vel skrifað leikrit. Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lýsa því yfir að ekki væru aðrir kostir í boði og hann væri tilneyddur í slíka stjórn, sem þó mun lengi hafa verið í undirbúningi milli Steingríms og forystu Sjálfstæðismanna. Vegna þess að þessir tveir flokkar hafa ekki meirihluta þarf Framsóknarflokkurinn að vera með líka. En Steingrímur hefur gleymt því að stundum berast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum,“ skrifar Benedikt. Hann segir spennandi að sjá hvernig kjósendur muni taka þeim tíðindum, það er stjórn sem hafi hugsað sér að vinna saman undir slagorðinu: „Framsóknarmenn allra flokka, sameinist!“Stangast á við orð Katrínar Vísir reyndi ítrekað að ná tali af Steingrími J. til að bera þetta undir hann en án árangurs. Orð hans virðast stangast á við það sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur sagt um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, en hún tók til að mynda afar vel í útspil Pírata þar sem þeir boðuðu til viðræðna VG, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, nú fyrir skemmstu.
Kosningar 2016 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira