Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 16:37 Pálmi Haraldsson í hérðasdómi í dag. Vísir/GVA Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu sem snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem einnig var í eigu Pálma. Lánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en fyrir dómi í dag sagði Pálmi að hann hefði í raun litið svo á að hann væri að selja eignina frá sér. Pálmi sagði að Glitnir hafi verið mjög ákafur í að fá hlutabréfin til sín til að bæta tryggingastöðu sína gagnvart Fons. Við upphaf skýrslutökunnar var Pálmi beðinn um að lýsa aðdraganda lánveitingarinnar í stuttu máli en gögn málsins sýna að innan bankans var unnið að henni í nokkra mánuði áður en lánið var veitt í júlí 2008. „Stutta sagan er sú að á þeim tíma þá lýsti bankinn áhuga á því að fá þessi bréf til sín. Við tókum marga fundi um þetta mál og niðurstaðan var þessi samningur sem var gerður og báðir sáttir eða ósáttir,“ sagði Pálmi. Neitaði að Jón Ásgeir hafði haft umboð innan bankansHann treysti sér ekki til að svara því hver hefði haft frumkvæði að málinu en taldi þó líklegra að það hefði verið hann sjálfur. Pálmi sagði að hann sjálfur hefði þrýst á málið innan Glitnis fyrir hönd Fons, neitaði því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði haft umboð innan bankans til að koma fram fyrir hönd Fons og neitaði því oftar en einu sinni að Jón Ásgeir hefði ýtt á eftir málinu fyrir Fons innan bankans. „Aðkoma mín að ferli málsins var að semja fyrir hönd félagsins við bankamennina. Við tókum marga slagi um þetta, þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest eins og gengur og gerist á eyrinni,“ sagði Pálmi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis og Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans vegna lánsins til FS38. Þá er Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni einnig ákærður fyrir hlutdeild. Fons gekk í sjálfskuldarábyrgð fyrir 1,75 milljarði af lánveitingunni og í því samhengi sagði Pálmi að mikilvægt væri að hafa í huga að eigið fé Fons um áramótin 2007/2008 hefði verið 40 milljarðar.Lagst gegn sölu hlutabréfaEitt það umdeildasta í málinu er verðmæti Aurum en ákæruvaldið telur það hafa verið minna virði en fjórir milljarðar króna sem var sú upphæð sem miðað var við vegna lánveitingarinnar. Verðmæti félagsins bar á góma í vitnisburði Pálma en þar rakti hann hvernig starfsmaður Fons, Pétur Már Halldórsson, hefði lagst gegn því að selja hlutabréfin í Aurum út úr félaginu. „Starfsmaður minn taldi að ég væri ekki að gera samning sem væri sérstaklega hagstæður fyrir Fons. Félagið ætti að halda á þessum bréfum,“ sagði Pálmi. Spurður nánar út í þetta af Óttari Pálssyni verjanda Lárusar Welding sagði Pálmi að Pétur Már hefði talið að Aurum ætti meira inni og það væri í raun meira virði en lagt var til grundvallar við lánveitinguna. Pétur Már sat í stjórn Aurum í Bretlandi fyrir hönd Fons frá árinu 2006 og til ársins 2008. Hann kom fyrir dóminn á eftir Pálma að ósk Gests Jónssonar verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.Rekstrarárið 2007 dapurtGestur spurði Pétur ítarlega út í rekstarstöðu Aurum og kom fram í máli Péturs að rekstrarárið 2007 hefði verið dapurt. Hins vegar hefði orðið viðsnúningur í rekstrinum strax á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 og sterkur bati frá því sem menn hefðu séð árið áður. Sagði Pétur að samkvæmt fimm ára áætlun Aurum væri gert ráð fyrir vexti hjá félaginu. Aðspurður kvaðst Pétur svo hafa lagst mjög gegn því að Fons seldi hlut sinn í Aurum. „Ég lagðist mjög gegn því að Fons myndi selja þessi bréf. Ég sá hag Fons betur borgið í þessu verkefni,“ sagði Pétur og vísaði í áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. „Ég tilkynnti honum [Pálma] það en auðvitað voru þetta hans peningar en ekki mínir eða peningar eigenda Fons en ég gerði það sem í mínu valdi stóð.“ Aurum Holding málið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu sem snýst um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem einnig var í eigu Pálma. Lánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited en fyrir dómi í dag sagði Pálmi að hann hefði í raun litið svo á að hann væri að selja eignina frá sér. Pálmi sagði að Glitnir hafi verið mjög ákafur í að fá hlutabréfin til sín til að bæta tryggingastöðu sína gagnvart Fons. Við upphaf skýrslutökunnar var Pálmi beðinn um að lýsa aðdraganda lánveitingarinnar í stuttu máli en gögn málsins sýna að innan bankans var unnið að henni í nokkra mánuði áður en lánið var veitt í júlí 2008. „Stutta sagan er sú að á þeim tíma þá lýsti bankinn áhuga á því að fá þessi bréf til sín. Við tókum marga fundi um þetta mál og niðurstaðan var þessi samningur sem var gerður og báðir sáttir eða ósáttir,“ sagði Pálmi. Neitaði að Jón Ásgeir hafði haft umboð innan bankansHann treysti sér ekki til að svara því hver hefði haft frumkvæði að málinu en taldi þó líklegra að það hefði verið hann sjálfur. Pálmi sagði að hann sjálfur hefði þrýst á málið innan Glitnis fyrir hönd Fons, neitaði því að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði haft umboð innan bankans til að koma fram fyrir hönd Fons og neitaði því oftar en einu sinni að Jón Ásgeir hefði ýtt á eftir málinu fyrir Fons innan bankans. „Aðkoma mín að ferli málsins var að semja fyrir hönd félagsins við bankamennina. Við tókum marga slagi um þetta, þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest eins og gengur og gerist á eyrinni,“ sagði Pálmi. Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis og Magnúsar Arnars Arngrímssonar sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans vegna lánsins til FS38. Þá er Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá Glitni einnig ákærður fyrir hlutdeild. Fons gekk í sjálfskuldarábyrgð fyrir 1,75 milljarði af lánveitingunni og í því samhengi sagði Pálmi að mikilvægt væri að hafa í huga að eigið fé Fons um áramótin 2007/2008 hefði verið 40 milljarðar.Lagst gegn sölu hlutabréfaEitt það umdeildasta í málinu er verðmæti Aurum en ákæruvaldið telur það hafa verið minna virði en fjórir milljarðar króna sem var sú upphæð sem miðað var við vegna lánveitingarinnar. Verðmæti félagsins bar á góma í vitnisburði Pálma en þar rakti hann hvernig starfsmaður Fons, Pétur Már Halldórsson, hefði lagst gegn því að selja hlutabréfin í Aurum út úr félaginu. „Starfsmaður minn taldi að ég væri ekki að gera samning sem væri sérstaklega hagstæður fyrir Fons. Félagið ætti að halda á þessum bréfum,“ sagði Pálmi. Spurður nánar út í þetta af Óttari Pálssyni verjanda Lárusar Welding sagði Pálmi að Pétur Már hefði talið að Aurum ætti meira inni og það væri í raun meira virði en lagt var til grundvallar við lánveitinguna. Pétur Már sat í stjórn Aurum í Bretlandi fyrir hönd Fons frá árinu 2006 og til ársins 2008. Hann kom fyrir dóminn á eftir Pálma að ósk Gests Jónssonar verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.Rekstrarárið 2007 dapurtGestur spurði Pétur ítarlega út í rekstarstöðu Aurum og kom fram í máli Péturs að rekstrarárið 2007 hefði verið dapurt. Hins vegar hefði orðið viðsnúningur í rekstrinum strax á fyrstu þremur mánuðum ársins 2008 og sterkur bati frá því sem menn hefðu séð árið áður. Sagði Pétur að samkvæmt fimm ára áætlun Aurum væri gert ráð fyrir vexti hjá félaginu. Aðspurður kvaðst Pétur svo hafa lagst mjög gegn því að Fons seldi hlut sinn í Aurum. „Ég lagðist mjög gegn því að Fons myndi selja þessi bréf. Ég sá hag Fons betur borgið í þessu verkefni,“ sagði Pétur og vísaði í áætlanir félagsins um vöxt á næstu árum. „Ég tilkynnti honum [Pálma] það en auðvitað voru þetta hans peningar en ekki mínir eða peningar eigenda Fons en ég gerði það sem í mínu valdi stóð.“
Aurum Holding málið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira