Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 12:43 Úr dómssal í gærmorgun. Vísir/GVA Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. Þá hafi hann heldur ekki verið í aðstöðu til að hafa áhrif á gang einstakra mála innan bankans, og þar með talið væri Aurum-málið en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem eiga að hafa átt sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Verðmæti Aurum umdeilt Saksóknari spurði Jón Ásgeir hvort hann myndi eftir því hvenær undirbúningur vegna lánveitingarinnar hófst. Sagðist Jón Ásgeir ekki muna eftir því en aðspurður um aðkomu sína að málinu sagði hann að hún hefði falist í því að aðstoða félagið Damas LLC til þess að eignast hlut Fons í Aurum.Damas hafði í apríl leitast eftir því með bréfi til Baugs lýst yfir áhuga á að kaupa hlutabréfin í Aurum, en félagið taldi hlutinn vera 100 milljón punda virði, sem er mun meira virði en saksóknari telur. Verðmæti Aurum er einmitt eitt það umdeildasta í málinu þar sem sakborningar segja samtímagögn sem saksóknari lagði ekki fram upphaflega í málinu sýna að virði Aurum var sannarlega í samræmi við lánveitingu Glitnis. Gögnin sanni því sakleysi þeirra þar sem fé bankans hafi ekki verið stefnt í hættu líkt og ákæruvaldið vill meina. Um mikil verðmæti hafi verið að ræða og sýna gögn málsins meðal annars að allt fram í byrjun september 2008 taldi Jón Ásgeir að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunum með bréfin við Damas.Var ekki að keyra málið innan bankansAðspurður hvort að hann hefði þrýst á að lánið til FS38 yrði veitt sagði Jón Ásgeir: „Það er þarna ákveðinn hluti af Damas-málinu, að klára þennan þátt varðandi Aurum en annars kom ég ekki að því, og ég var ekki að keyra málið innan bankans.“ Jón Ásgeir neitaði því síðan að hafa getað sagt Lárusi Welding fyrir verkum. Þá hafi hann ekki getað komið því til leiðar að Lárus yrði látinn víkja úr forstjórastólnum. Þá sagði hann að Lárus hefði ekki haft neina ástæðu til að óttast um stöðu sína hjá Glitni. Í ýmsum tölvupóstum sem saksóknari lagði fram og spurði Jón Ásgeir út í sést að hann á samskiptum við Lárus og Bjarna Jóhannesson, sem einnig er ákærður í málinu, um hin ýmsu mál. Jón Ásgeir sagði gögnin einmitt sýna að hann hafi ekki haft neitt boðvald í Glitni. „Þessi skjöl sýna svart á hvítu að það er ekki þannig og það er bara sagt nei,“ sagði Jón Ásgeir. Allir ákærðu hafa nú lokið við að gefa skýrslu í málinu en því er þó hvergi nærri lokið þar sem tæplega fimmtíu manns munu á næstu dögum koma fyrir dóminn og bera vitni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. Þá hafi hann heldur ekki verið í aðstöðu til að hafa áhrif á gang einstakra mála innan bankans, og þar með talið væri Aurum-málið en aðalmeðferð þess fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.Jón Ásgeir var einn stærsti eigandi Glitnis á árinu 2008 þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum sem eiga að hafa átt sér stað í kringum sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS38 vegna kaupa þess á 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited.Verðmæti Aurum umdeilt Saksóknari spurði Jón Ásgeir hvort hann myndi eftir því hvenær undirbúningur vegna lánveitingarinnar hófst. Sagðist Jón Ásgeir ekki muna eftir því en aðspurður um aðkomu sína að málinu sagði hann að hún hefði falist í því að aðstoða félagið Damas LLC til þess að eignast hlut Fons í Aurum.Damas hafði í apríl leitast eftir því með bréfi til Baugs lýst yfir áhuga á að kaupa hlutabréfin í Aurum, en félagið taldi hlutinn vera 100 milljón punda virði, sem er mun meira virði en saksóknari telur. Verðmæti Aurum er einmitt eitt það umdeildasta í málinu þar sem sakborningar segja samtímagögn sem saksóknari lagði ekki fram upphaflega í málinu sýna að virði Aurum var sannarlega í samræmi við lánveitingu Glitnis. Gögnin sanni því sakleysi þeirra þar sem fé bankans hafi ekki verið stefnt í hættu líkt og ákæruvaldið vill meina. Um mikil verðmæti hafi verið að ræða og sýna gögn málsins meðal annars að allt fram í byrjun september 2008 taldi Jón Ásgeir að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunum með bréfin við Damas.Var ekki að keyra málið innan bankansAðspurður hvort að hann hefði þrýst á að lánið til FS38 yrði veitt sagði Jón Ásgeir: „Það er þarna ákveðinn hluti af Damas-málinu, að klára þennan þátt varðandi Aurum en annars kom ég ekki að því, og ég var ekki að keyra málið innan bankans.“ Jón Ásgeir neitaði því síðan að hafa getað sagt Lárusi Welding fyrir verkum. Þá hafi hann ekki getað komið því til leiðar að Lárus yrði látinn víkja úr forstjórastólnum. Þá sagði hann að Lárus hefði ekki haft neina ástæðu til að óttast um stöðu sína hjá Glitni. Í ýmsum tölvupóstum sem saksóknari lagði fram og spurði Jón Ásgeir út í sést að hann á samskiptum við Lárus og Bjarna Jóhannesson, sem einnig er ákærður í málinu, um hin ýmsu mál. Jón Ásgeir sagði gögnin einmitt sýna að hann hafi ekki haft neitt boðvald í Glitni. „Þessi skjöl sýna svart á hvítu að það er ekki þannig og það er bara sagt nei,“ sagði Jón Ásgeir. Allir ákærðu hafa nú lokið við að gefa skýrslu í málinu en því er þó hvergi nærri lokið þar sem tæplega fimmtíu manns munu á næstu dögum koma fyrir dóminn og bera vitni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38