Steinþór Freyr til KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2016 09:02 Steinþór er þekktur fyrir sín löngu innköst. vísir/afp Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson er á heimleið og hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Steinþór, sem er 31 árs, hefur leikið sem lánsmaður með norska liðinu Sandnes Ulf að undanförnu. Hann er samningsbundinn Viking en samningur hans rennur út um áramótin. Þá flyst hann til Akureyrar. Steinþór er uppalinn Bliki en gekk til liðs við Stjörnuna 2009. Hann lék í eitt og hálft tímabil með Garðabæjarliðinu áður en hann fór til Örgryte í Svíþjóð. Félagið varð gjaldþrota snemma árs 2011 og þá gekk Steinþór í raðir Sandnes Ulf. Þar skoraði hann 13 mörk í 82 deildarleikjum. Steinþór fór til Viking 2013 þar sem hann skoraði fimm mörk í 49 leiki. Hann var lánaður til Sandnes Ulf fyrir þetta tímabil en hann hefur leikið 22 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark. „En annars leist mér vel á hópinn og metnaðinn sem virðist vera hjá þessu félagi. Ég hef verið í nokkrum liðum sem hafa farið upp um deild og það hefur alltaf verið mjög góður andi og skemmtileg upplifun að vera í svona hópi. Ég vona að tíminn hjá KA verði eins. Af hverju ég er að koma heim er að nokkru leyti fjölskyldan þar sem ég er kominn með 3 börn og það tekur á að vera frá öllum sem maður þekki en líka er þetta kannski flottur tímapunktur fótboltalega séð. Ég hef gríðalega metnað ennþá og er í góðu formi. Fínt að koma heim í góðu standi en ekki þegar maður er útbrunninn og getur varla hreyft sig,“ sagði Steinþór í samtali við heimasíðu KA. KA vann Inkassodeildina á nýafstöðnu tímabilinu og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni að ári. KA-menn ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum.Í gær samdi liðið við Kristófer Pál Viðarsson og í fyrradag var gengið frá samningum við Ásgeir Sigurgeirsson. Þá hafa Guðmann Þórisson og Aleksandar Trinicic framlengt samninga sína við KA.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51 KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Bjargvættur Leiknis F. lánaður til KA KA hefur fengið Kristófer Pál Viðarsson á láni frá Víkingi R. Lánssamningurinn er til eins árs eða svo. 19. október 2016 08:51
KA keypti Ásgeir frá Stabæk Húsvíkingurinn efnilegi, Ásgeir Sigurgeirsson, verður áfram í herbúðum KA. 18. október 2016 19:00