Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:55 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og starfandi forsætisráðherra kom á fund til forseta Guðna Th. Jóhannessonar rétt fyrir klukkan 13 í dag en hann er sá fjórði í röðinni til að mæta á Bessastaði til að ræða komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hann vildi ekkert ræða við fjölmiðla fyrir fundinn með forsetanum og gaf lítið upp eftir fundinn. Sigurður sagði Framsóknarflokkinn vera ábyrgan stjórnmálaflokk sem þekkti það vel að vera í ríkisstjórn en hann vildi ekkert gefa upp um það hvað þeir Guðni ræddu; sagði það á milli þeirra tveggja. „Eins og ég hef lýst þá erum við 100 ára flokkur og erum ábyrgur stjórnmálaflokkur. Við erum tilbúin til þess að vinna með öllum og erum tilbúin til þess að sitja í ríkisstjórn,“ sagði Sigurður.Sigurður Ingi ásamt Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum í dag.vísir/anton brinkHann var spurður út í það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins sagði í Fréttablaðinu í dag um það að ef að hann hefði leitt flokkinn í kosningunum á laugardaginn þá hefði Framsókn fengið 18 til 19 prósent. „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því,“ sagði Sigurður Ingi. Klukkan 14 mætir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fund forseta, því næst Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og að lokum Oddnýju Harðardóttur formann Samfylkingarinnar. Að því búnu er búist við að forseti veiti einhverjum formanni flokkanna stjórnarmyndunarumboð en hvort það verður í kvöld eða á morgun liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12 Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48
Telur Guðna vera búinn að útbúa góða „strategíu“ "Hann kemur til með að gera þetta úthugsað og kórrétt,“ segir prófessor í sagnfræði um fundi forsetans með leiðtogum stjórnarflokkanna. 31. október 2016 11:12
Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. 31. október 2016 13:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels