Áberandi meira um útstrikanir í Norðausturkjördæmi en vanalega Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2016 10:31 Nafn Ólafs Thors var ritað á einum kjörseðli sem greiddur var utan kjörfundar. Vísir/Valli „Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Það var áberandi meira um útstrikanir að þessu sinni. Fljótt á litið virðist það þó ekki hafa áhrif á röðun lista,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gestur segir að einn maður hafi verið áberandi meira strikaður út en aðrir, en eitthvað hafi verið um útstrikanir hjá öllum flokkum. Yfirkjörstjórnir vinna nú að því að taka saman gögn um útstrikanir sem verða svo sendar til landskjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er búist við að skýrsla verði birt á mánudaginn eftir viku. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að mun minna hafi verið um útstrikanir í kjördæminu en oft áður. Hlutfallið hafi verið hæst hjá Sjálfstæðisflokknum, þar sem frambjóðendur höfðu verið strikaðir út eða röð breytt í 3,3 prósent tilvika. Þetta hafi þó einungis verið um 286 kjörseðla að ræða. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, segir að lítið hafi verið haft við kjörseðla í kjördæminu, minna vanalega. Sérstaka athygli vakti þó að á einum kjörseðlinum, sem greiddur var utan kjörfundar, hafi nafn Ólafs Thors verið ritað. Kristján G. Jóhannsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að enn sé verið að taka saman gögn sem verði svo send landskjörstjórn. Ekki náðist í formenn yfirkjörstjórna í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður. Fjögur nýleg dæmi eru um það að frambjóðendur hafi verið færðir neðar á lista vegna útstrikana kjósenda. Þetta gerðist síðast árið 2009 þegar Guðlaugur Þór Þórðarson færðist neðar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Sama ár færðist Árni Johnsen neðar á lista flokksins í Suðurkjördæmi.Uppfært 15:05: Samkvæmt heimildum fréttastofu voru langflestar útskrikanir í Norðausturkjördæmi á lista Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Kjósendur hafa fimm sinnum breytt listum Mikla samstöðu þarf á meðal kjósenda til þess að þeir geti breytt röð frambjóðenda á lista. Leita þarf allt til ársins 1946 til þess að finna dæmi um að þingmaður hafi dottið út af Alþingi vegna vilja kjósenda. 29. október 2016 07:00