Ræddu saman í síma í gær Snærós Sindradóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 31. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppé takast í hendur. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur haft samband við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar um mögulega myndum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði mjög nauman meirihluta, 32 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn unnu mikinn sigur í kosningum helgarinnar. Sjálfstæðisflokkur bætti við sig tveimur þingmönnum og Viðreisn kemur ný inn á þing með rúmlega 10 prósent fylgi og sjö kjörna þingmenn. Vinstri græn eru næststærsti flokkur landsins með 10 þingmenn. Þeir fjórir flokkar sem lýst höfðu yfir vilja til myndunar ríkisstjórnar að loknum kosningum náðu ekki meirihluta og fengu samtals 27 þingmenn. Samfylkingin galt afhroð, fékk þrjá þingmenn kjörna en jafnaðarmenn hafa aldrei mælst lægri á Íslandi. Framsóknarflokkurinn náði líka sögulegu lágmarki með átta þingmenn kjörna og 11,5 prósent. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir ekki um marga kosti að ræða í stöðunni. „Við höfum áður sagt að við útilokum ekkert þó mikið þurfi að ganga á til að við göngum til samstarfs með Framsóknarflokki,“ segir Björt. „Það er lítið sem ber í milli okkar og Viðreisnar og það hefur verið að koma betur og betur í ljós í kosningabaráttunni. Afdráttarlausar yfirlýsingar annarra formanna hafa einnig fækkað mögulegum ríkisstjórnarmyndunum þannig að það er ekki um marga aðra kosti að ræða.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vildi hvorki játa því né neita því hvort hann hafi átt samtal við Bjarna Benediktsson í gær. „Ég er á þeirri skoðun að stjórnarmyndunarviðræður eigi ekki að eiga sér stað á síðum blaðanna. Við verðum að vanda til verka,“ segir Benedikt. Þrjátíu konur munu taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra eftir þingkosningar. Formenn allra þeirra flokka sem náðu kjöri til alþingis um helgina munu mæta til fundar við forseta íslands í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir fyrstur klukkan tíu og svo ganga þeir koll af kolli á fund forseta, í stærðarröð flokkanna. Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson hafa báðist lýst yfir vilja til að fara með stjórnarmyndunarumboðið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira