Stjórn Samfylkingarinnar hefur boðað til fundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík klukkan 16.30. Flokkurinn hlaut sína verstu kosningu í nótt frá því að flokkurinn var stofnaður árið 2000 og fékk 5,7 prósent atkvæða.
Samkvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni mun stjórnin meðal annars ræða niðurstöður kosninganna og afstöðu flokksins til ríkisstjórnarsamstarfs á fundinum.
Samfylkingin missti sex þingmenn frá síðustu kosningum og fékk einungis einn kjördæmakjörinn þingmann inn, Loga Már Einarsson. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, og Guðjón S. Brjánsson komust inn sem jöfnunarþingmenn; Oddný í Suðurkjördæmi og Guðjón í Norðvesturkjördæmi.
Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar náðu ekki endurkjöri.
Krísufundur hjá stjórn Samfylkingarinnar
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
