Björt framtíð hefur ekki útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 14:40 „Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það er ekki ástæða til þess að útiloka neitt fyrirfram,“ svaraði Óttarr Proppé inntur eftir svari um hvort samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi til greina í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann fullyrti þó að flokkarnir ættu ekki margt sameiginlegt. „Það er alveg ljóst að málefnalega hafa þessir tveir flokkar verið langt í sundur, á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni,“ sagði hann. Óttarr fullyrti fyrir kosningar að lítill vilji væri á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka af hálfu flokksins. „Mér finnst það mjög hæpið miðað við áherslur þeirra flokka að við náum saman við þá í samræmi við áherslur okkar um umbætur og vönduð vinnubrögð. Það er mjög hæpið að sjá fyrir framlengingu á vinnubrögðum sem þessi ríkisstjórn sem er að fara frá hefur sýnt,“ sagði Óttarr í samtali við fréttastofu Vísis á sunnudaginn var.Vinstri grænir sjá ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk fyrir sér Ljóst er að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar nýafstaðinna kosninga verður vandasamt verk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur haldið því fram að þátttaka flokksins í fimm flokka ríkisstjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum sé ekki inni í myndinni. Hann hefur jafnframt útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sér samstarf flokksins við Sjálfstæðisflokksins ekki fyrir sér. Hún undirstrikaði ólíkar áherslur flokkanna tveggja í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.Sjá einnig: Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ „Eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni, á hinu pólítíska litrófi,“ sagði Katrín aðspurð um mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Eins og ég segi, við höfum ekki séð slíkt samstarf fyrir okkur,“ bætti hún við.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.mynd/antonSamstarf Pírata og Sjálfstæðisflokks útilokað Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má að Píratar væru ekki tilbúnir til þess að starfa með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Hann dró þó ekki úr áhuga Pírata til ríkisstjórnarmyndunar og minntist hins á möguleika á minnihlutastjórn í því samhengi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að sama skapi fullyrt að Píratar væru sá flokkur sem hvað síst kæmi til greina sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn. Ríkisstjórn þriggja flokka, sem samanstæði af Pírötum, Sjálfstæðisflokki og þriðja flokki virðist því ekki vera í kortunum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39 Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17 Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Formaður Vinstri grænna segir úrslitin endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir á Alþingi. 30. október 2016 02:39
Katrín um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn: „Myndi enda illa fyrir mig“ "Eins og við höfum talað skýrt og heiðarlega um þá erum við líklega lengst frá hvort öðru, við Bjarni, á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín. 30. október 2016 14:17
Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana Fimm flokka vinstristjórn ekki í kortunum ef marka má orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar. 30. október 2016 12:14