Elsti og yngsti þingmaðurinn: Sjálfstæðiskonan og Vinstri græni forsetaframbjóðandinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 11:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er yngsti þingmaðurinn og Ari Trausti Guðmundsson sá elsti. Vísir Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Elsti og yngsti þingmaðurinn eru bæði nýliðar á þingi. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólanemi og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Áslaug Arna tekur sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hún er einnig ritari flokksins. Þá tekur Ari Trausti sæti fyrir Vinstri græna.Fyrrum forsetaframbjóðandinn Ari Trausti er fæddur 3. desember 1948 og er því 67 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Hann hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði og stjörnufræði meðal annars. Ari Trausti bauð sig fram til forseta árið 2012.Vísir/HaraldurAri Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. Þá er hann hálfbróðir Guðmundar Guðmundssonar listmálar, sem er betur þekktur sem Erró. Flestir landsmenn muna eflaust eftir Ara Trausta úr forsetakjörinu árið 2012 þar sem hann var einn sex frambjóðenda og hlaut hann þá 8,64 prósent atkvæða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í nótt að sérstakt fagnaðarefni væri að Ari Trausti næði þingsæti. „Í Suðurkjördæmi höfum við ekki átt þingmann en við höfum fundið það úr suðurkjördæmi að málflutningur Ara hefur mælst vel fyrir og það er sérstakt fagnaðarefni ef við erum að ná honum inn á þing,“ sagði Katrín. Áslaug Arna tók við sem ritari Sjálfstæðisflokksins árið 2015.Vísir/ValgarðurLaganemi og lögreglukona Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fædd 30. nóvember árið 1990 og er því 25 ára gömul. Áslaug er í meistaranámi í lögfræði í Háskóla Íslands. Hún var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík á árunum 2011. Þá hefur hún einnig setið í stjórn SUS frá 2011 og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2013. Áslaug Arna hefur meðal annars starfað sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu og lögreglumaður á Suðurlandi samhliða námi. Þá var hú einnig fastur álitsgafi í þættinum Mín skoðun árið 2014 hjá Mikael Torfasyni á Stöð 2.Í samtali við mbl.is í nótt sagði Áslaug það vera ólýsanlega tilfinningu að vera kjörin inn á þing. „Maður er búinn að vera að stefna á þetta í svolítið langan tíma í prófkjöri og kosningabaráttu en það er ótrúlegt að þetta sé að gerast og að kosningabaráttan sé að klárast með svona frábærum hætti,” sagði Áslaug Arna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Umturnun á þingheimi: 32 nýir þingmenn taka sæti 32 nýir þingmenn taka sæti. Þar af eru 22 sem aldrei hafa áður tekið sæti á þingi. 30. október 2016 10:28