Katrín: Sjálfstæðisflokkurinn ekki talað þannig að hann geti tekið þátt í stjórn sem vill breytingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2016 02:39 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í RÚV í kvöld. vísir/hanna Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna þegar Vísir náði tali af henni núna rétt fyrir klukkan tvö á kosninganótt en hún var þá nýkomin heim til sín í Vesturbæinn. Samkvæmt nýjustu tölum eru Vinstri græn með 11 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 21 þingmann og gætu flokkarnir því myndað tveggja flokka stjórn með eins manns meirihluta. Aðspurð hvort að það sé ríkisstjórn sem mögulega hugnist henni segir Katrín: „Nei, ég er nú ennþá þeirrar skoðunar að mér finnst þessi úrslit endurspegla kröfu um fjölbreyttar raddir, við erum að sjá fleiri flokka en áður inni á þingi og ég held að við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við ætlum að svara þeirri kröfu. Ég held að það sé nú spurningin á meðan við bíðum eftir endanlegum úrslitum.“ Þá bendir Katrín á í þessu samhengi að síðustu tvær tveggja flokka stjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þátt í hafi ekki verið langlífar. „Þannig að þeim hefur ekki fylgt mikill stöðugleiki svo kannski er kominn tími til að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Katrín. Af þeim flokkum sem ná manni inn á þing er Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri og Vinstri græn lengst til vinstri. Gæti Katrín þá hugsað sér að taka einhvern miðjuflokk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum sem gæti þá verið svar við kalli um fjölbreytni? „Eins og með Pírötum til dæmis sem hafa útilokað þetta? Nei, veistu ég held að við eigum bara að bíða eftir úrslitunum og svona stöðuna hvernig hún lítur út í fyrramálið.“ Katrín segir að henni finnist það ekki sjálfgefið að Sjálfstæðisflokkurinn fái stjórnarmyndunarumboðið en ef að Bjarni myndi hringja í hana, myndi hún fara að hitta hann? „Ég tek alltaf símann en ég sé fyrir mér að við eigum að nýta þetta tækifæri til að gera breytingar.“Sérðu þá ekki fyrir þér að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið í stjórn sem vill gera breytingar? „Hann hefur ekki talað þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06 Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Telur „Píratabandalagið“ ástæðu góðs gengis Sjálfstæðisflokksins Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir fólk hafa viljað koma í veg fyrir að fá vinstri stjórn. 30. október 2016 01:06
Stjórnarsamstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins mögulegt Eru líklega nær hvor öðru í stórum deilumálum í samfélaginu en aðrir flokkar segir stjórnmálafræðingur. 30. október 2016 01:38