Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:00 Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16