Spennandi að vinna hjá tískufyrirtæki á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2016 12:30 Karítas hefur búið í sex löndum og hefur áhuga á ferðalögum. Vísir/GVA „Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf. Fréttir af flugi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
„Ég hef mjög mikla trú á þessu fyrirtæki sem er búið að byggja upp mjög sterkan grunn. Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri. Ég hefði aldrei getað trúað því þegar ég útskrifaðist árið 2007 að ég gæti komið heim og unnið við tísku á Íslandi,“ þetta segir Karítas Diðriksdóttir. Hún var á dögunum ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.Nýflutt heimKarítas er nýflutt heim eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi. Hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jackobs, Kenzo og Valentino. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt. „Þegar við vorum að flytja aftur heim ákváðum við að hafa samband við þau fyrirtæki sem við höfðum mestan áhuga á sem og ráðningarstofur, og það var spennandi að sjá hvað voru mörg tækifæri í boði. Efst hjá mér hafði allan tímann verið iglo af því að mig langaði að vera áfram í tísku. Iglo er eitt flottasta tískufyrirtæki sem við eigum. Það er spennandi að þetta er rekið eins og tískufyrirtæki, það koma út tvær stórar línur á ári og smærri línur inn á milli og oft skemmtilegt samstarf,“ segir Karítas.Í yfir hundrað verslunumVörur iglo+indi eru nú komnar í yfir 100 verslanir í 18 löndum. „Við erum orðin rótgróið fyrirtæki á Íslandi sem er æðislegt, fókusinn hjá mér í markaðsstarfinu verður því meira á erlendum mörkuðum,“ segir Karítas. „Hér er mjög öflugt sköpunarteymi og við erum að vinna með flottustu aðilunum í barnafataheiminum. Það er því gaman að koma inn þegar er búið að byggja svona sterkan grunn og fókusa þá á að auka söluna erlendis. Við erum að fá pantanir frá fleiri en þessum 18 löndum sem við erum í.“ Maður Karítasar er Ólafur Hrafn Höskuldsson, en hann er yfir fjárfestingum hjá Títan fjárfestingafélagi og eiga þau einn son.Hefur áhuga á fólkiKarítas segist hafa sérstaklega gaman af ferðalögum en hún hefur búið í sex löndum. „Svo hef ég mikinn áhuga á fólki, mér finnst gaman að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum.“ Fjölskyldulífið er í forgangi hjá Karítas og segir hún mjög dýrmætt að geta tvinnað vel saman fjölskyldulíf og feril á Íslandi. „Ég vann að minnsta kosti tólf tíma á dag erlendis, en hérna get ég sótt strákinn í leikskólann, þó maður vinni oft á kvöldin og um helgar.“ Karítas sér einnig um Facebook-síðuna I Love Iceland, gæluverkefni sem hún hóf fyrir nokkrum árum. Síðan er með yfir 100 þúsund fylgjendur og þar birtir hún fréttir og myndir um Ísland. Myndband af víkingaklappi strákanna okkar í sumar sló þar heldur betur í gegn og fékk yfir 7 milljón áhorf.
Fréttir af flugi Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent