Bjarni greindi forsetanum frá stöðu mála í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með forseta Íslands í dag og gerði honum grein fyrir stöðu mála og þeirri fyrirætlan sinni að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir lok þessarar viku. Bjarni vill þriggja flokka stjórn með rúman meirihluta. Bjarni Benediktsson hefur nú haft stjórnarmyndunarumboðið í sex daga. Hann heldur en öllum mögleikum opnum varðandi samstarf við aðra flokka. Bjarni hefur fundað með formönnum annarra flokka og metið stöðuna með þingflokki sínum. Honum þætti best að það kæmu ekki fleiri en þrír flokkar að ríkisstjórn. Hann telji meirihlut með Viðreisn og Bjatri framtíð og veikan en það málefnin ráði ferðinni.Ertu að bera víurnar svolítið í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar. En á hinn bóginn væri það ríkisstjórn sem myndi spanna meiri breidd í pólitíkinni. Og kannski við þær aðstæður sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru tveir stærstu flokkar á þingivisir/anton brinkVon á formlegum viðræðum í þessari viku Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru enn ekki hafnar en Bjarni segir að þær hljóti að hefjast í þessari viku. „Það gæti hrokkið í það hvenær sem er ef ég og viðkomandi komumst að þeirri niðurstöðu að við séum tilbúin að láta á það reyna. En ég ætla líka að vera búinn að gera forsetanum grein fyrir því hvernig ég met stöðuna,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann hitt síðan forsetann eftir hádegi í dag. Það er greinilegt að Bjarni hefur áhuga á samstarfi við Vinstri græn en Katrín Jakobsdóttir formaður VG hefur ekki tekið vel í slíkt samstarf opinberlega og lýst vilja til að mynda vinstristjórn. Það er því ekki sjálfgefið að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn. „Það er ekkert gefið í þessu. Ég og minn þingflokkur erum ekki að hugsa um það að mynda bara einhvern veginn stjórn til þess eins að mynda stjórn,“ segir Bjarni. Það þurfi að mynda sterka ríkisstjórn til að taka á stöðunni á vinnumarkaði og það þurfi að finna leiðir til að setja fjármuni í uppbyggingu innviða án þess að fara framúr sér í nýjum útgjöldum. „Að mynda sterka stjórn er markmiðið og ég er enn vongóður um að það geti tekist,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent