Sjáðu hlægilega misheppnaða Rabóna-spyrnu í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 22:45 Chris Boswell reynir umrædda spyrnu sem misheppnaðist hörmulega. Vísir/Getty Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016 NFL Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Fleiri fréttir Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Sparkarar hafa verið mikið í fréttum NFL-deildarinnar á núverandi tímabili enda margir verið einstaklega mistækir. Margir þeirra hafa klikkað á auðveldum spyrnum, annað hvort fyrir aukastigi eða í stuttum vallarmarkstilraunum, sem hefur reynst dýrkeypt fyrir lið þeirra. En Chris Boswell, sparkari Pittsburgh Steelers, átti líklega óvæntustu tilþrif tímabilsins er hann reyndi svokallaða Rabóna-spyrnu þegar hann ætlaði að sparka í boltann, líkt og sjá má í myndbandinu neðst í fréttinni. Steelers mætti erkifjendum sínum í Baltimore Ravens um helgina en var að elta allan leikinn. Ben Roethlisberger og félagar hans náðu þó að minnka muninn í sjö stig þegar tæp mínúta var eftir af leiknum. Snertimark hefði dugað til að jafna metinn en til þess hefði Steelers þurft að vinna boltann strax til baka. Í slíkum aðstæðum reynir sparkari liðsins sem var að skora að sparka stutta spyrnu til þess að reyna að fá boltann aftur, í stað þess að sparka boltanum til andstæðingsins eins og vanalegt er. Boltinn þarf þó að fara minnst tíu jarda en eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi hitti Boswell boltann afar illa og hann hreyfðist nánast ekki úr stað. Boswell sparkaði svo öðru sinni í boltann sem er ólöglegt og var því Baltimore umsvifalaust dæmdur boltinn. Þar með lauk leiknum en annars eins endir á leik í NFL-deildinni hefur vart sést.Steelers went for the rabona onside kick.Reality did not exactly meet expectation. #PITvsBALhttps://t.co/BPXUdoobzj— NFL Network (@nflnetwork) November 6, 2016
NFL Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Fleiri fréttir Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira