Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 15:15 Viðar Halldórsson hjálpaði leikmönnum Hauka að taka hausinn á sér í gegn. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira