„Dæmigerður kynáttunarvandi“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun