Fjölskyldan átti hug Andy Murray á fyrsta deginum sem sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 22:30 Bræðurnir Andy Murray og Jamie Murray. Vísir/Getty Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016 Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Skoski tennisleikarinn Andy Murray er nú sá besti í heimi samkvæmt styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst á topp heimslistans. Styrkleikalistinn var gefinn út í dag og Andy Murray varð þá fyrsti breski maðurinn frá stofnun heimslistans árið 1973 sem nær efsta sætinu. Þetta var því mjög stór stund fyrir bæði hann og tennisíþróttina í Bretlandi. Andy Murray er 26. tennisspilarinn sem kemst upp í efsta sæti heimslistans á þessum rúmu fjórum áratugum. Hann hefur spilað vel á síðustu misserum og komist í þrjá úrslitaleiki á risamótum ársins auk þess að vinna Ólympíugullið á öðrum leikunum í röð. Murray vann Wimbledon-mótið en tapaði í úrslitaleik á bæði opna ástralska og opna franska. Það kom ekki Andy Murray kannski ekki mikið á óvart að hann væri kominn á toppinn því það varð ljóst eftir árangur hans á Paribas Masters-mótinu sem lauk um helgina. Þar vann Murray Bandaríkjamanninn John Isner í úrslitaleik. Serbinn Novak Djokovic missti þá toppsætið á heimslistanum sem hann hafði haldið samfellt frá 7. júlí 2014 og alls í 377 vikur í þremur skorpum frá 2011. „Gærdagurinn var frábær. Dagurinn í dag hefur aftur á móti bara verið venjulegur dagur heima með fjölskyldunni,“ sagði Andy Murray. „Þegar ég er inn á vellinum þá er ég ekkert að hugsa um stöðuna inn á heimslistanum,“ bætti Murray við en framundan er ATP úrslitakeppnin milli bestu tennisleikara heims. Þar mætir hann í fyrsta sinn til leiks með pressuna að vera sá besti í heimi. Jamie Murray, bróðir Andy Murray, fagnaði árangri bróður síns á twitter með því að segja að tuttugu ára bið og stanslaus vinna hefði skilaði Andy á toppinn.Official Number 1 @andy_murray - incredible 12 months but even greater the level of hard work/commitment/dedication/sacrifice for 20yrs #1 pic.twitter.com/dQBsFa76a4— Jamie Murray (@jamie_murray) November 7, 2016
Fréttir ársins 2016 Tennis Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum