Tveggja tíma fundi Katrínar og Bjarna lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 12:13 Katrín mætir í Ráðherrabústaðinn í morgun. vísir/anton brink Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. Hann stóð því í nærri tvo klukkutíma en rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar sagði hún að þau Bjarni hefðu farið yfir stöðuna og þá aðallega þau málefni sem flokkarnir væru ósammála um. Þá sagði Katrín jafnframt að ekkert hefði breyst í þeirri afstöðu sinni að hennar fyrsti kostur varðandi nýja ríkisstjórn væri að mynda stjórn til vinstri. Þá bauð Bjarni Katrínu ekki til stjórnarmyndunarviðræðna. Í samtali við Vísi segir Katrín að það hafi í raun ekkert komið út úr fundi þeirra Bjarna. „Við fórum bara yfir stóru línurnar í þeim málum þar sem þessa flokka hefur greint á og það var nógu af taka. Við skýrðum þessar línur betur fyrir hvort öðru og áttum rökræður um þær,“ segir Katrín. Hún segir að það hafi verið upphafleg sýn Vinstri grænna að mynda meirihlutastjórn til vinstri. „Það er alveg ljóst að sú staða hefur þrengst en það er kannski ekkert nýtt í stöðunni annars.“ Bjarni hittir fulltrúa Pírata núna klukkan 13 og klukkan 15 koma þeir saman á fund hans þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Seinastur til að mæta í Ráðherrabústaðinn er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira
Fundi Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins lauk nú rétt fyrir klukkan 12. Hann stóð því í nærri tvo klukkutíma en rætt var við Katrínu í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar sagði hún að þau Bjarni hefðu farið yfir stöðuna og þá aðallega þau málefni sem flokkarnir væru ósammála um. Þá sagði Katrín jafnframt að ekkert hefði breyst í þeirri afstöðu sinni að hennar fyrsti kostur varðandi nýja ríkisstjórn væri að mynda stjórn til vinstri. Þá bauð Bjarni Katrínu ekki til stjórnarmyndunarviðræðna. Í samtali við Vísi segir Katrín að það hafi í raun ekkert komið út úr fundi þeirra Bjarna. „Við fórum bara yfir stóru línurnar í þeim málum þar sem þessa flokka hefur greint á og það var nógu af taka. Við skýrðum þessar línur betur fyrir hvort öðru og áttum rökræður um þær,“ segir Katrín. Hún segir að það hafi verið upphafleg sýn Vinstri grænna að mynda meirihlutastjórn til vinstri. „Það er alveg ljóst að sú staða hefur þrengst en það er kannski ekkert nýtt í stöðunni annars.“ Bjarni hittir fulltrúa Pírata núna klukkan 13 og klukkan 15 koma þeir saman á fund hans þeir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Seinastur til að mæta í Ráðherrabústaðinn er svo Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira
Katrín mætt til fundar við Bjarna Bjarni boðaði hana á fund sinn nú klukkan 10 en hann fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins síðdegis í gær. 3. nóvember 2016 10:05