Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:45 Píratar með Guðna Th. á Bessastöðum á mánudag. vísir/anton brink „Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent