Willum: Metnaður félagsins er alltaf að vera númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2016 18:36 Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Eins og fram á Vísi fyrr í dag mun Willum Þór Þórsson stýra KR í Pepsi-deildinni næstu tvö árin. Willum tók við KR í erfiðri stöðu um mitt síðasta sumar. Undir hans stjórn vann KR níu af 13 deildarleikjum sínum og endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar sem gaf Evrópusæti. Willum var Alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2013-16 en missti þingsæti sitt í nýafstöðnum kosningum. Hann segist hafa lagt líf og sál í kosningabaráttuna og er forráðamönnum KR þakklátur fyrir að hafa beðið á meðan henni stóð. „Kosningabarátta er mjög sérstök. Þetta var í annað skiptið sem ég tek þátt í slíku af fullum krafti. Þú sogast inn í mikla stemmningu og vinnu, alveg frá morgni til miðnættis. Þú gleymir þér í þessu. Ég get bara verið KR þakklátur að sýna þessum tíma þolinmæði,“ sagði Willum í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En var einhvers konar samkomulag til staðar, að Willum fengi starfið ef hann kæmist ekki á þing? „Nei, nei, við settumst niður fljótlega eftir mótið og ræddum þetta. Ég sagði mína afstöðu, að ég hygðist sækjast eftir endurnýjuðu umboði og fá sæti á Alþingi. Ég hafði mikinn áhuga á því, hafði gaman af þingstörfum og fannst ég vera farinn að læra betur og betur á þetta og beita mér sterkar. En það tókst ekki og KR beið bara á meðan. Nú er komin niðurstaða og það má segja að hún hafi einfaldað hlutina,“ sagði Willum.KR náði í 29 stig í 13 leikjum undir stjórn Willums á síðasta tímabili.vísir/andri marinóKR náði sem áður sagði mjög góðum árangri undir stjórn Willums á síðasta tímabili. Hann segir að einfaldleikinn hafi gefið góða raun í sumar. „Þetta getur verið vandasamt og það eru oft litlir hlutir sem skipta máli, að ná saman liðsheild sem virkar inni á vellinum. Ég hef nefnt að þeir þjálfarar sem fóru frá [Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson] gerðu það ekki með neinum látum, heldur af virðingu við félagið. Það hjálpaði mér, hópnum og KR,“ sagði Willum. „Það var gott andrými að koma inn á. Síðan voru allir meðvitaðir um að það þyrfti að beita sér frekar til að ná úrslitum. Menn voru tilbúnir að hlusta og síðan einfölduðum við alla taktík. Það þarf að horfa heildstætt á liðið, finna hvar styrkleikarnir liggja og byrja á einföldu hlutunum.“ Willum er KR-ingur frá blautu barnsbeini og hefur sterka tengingu við félagið. Hann segir að það sé alltaf krafa á árangur í Vesturbænum. „Ég var innritaður í klúbbinn fimm ára gamall, 1968. Ég man þá stund enn þann dag í dag. Ég er mjög tilfinningatengdur þessu félagi. Það hefur ekkert breyst, sami metnaðurinn og sömu væntingarnar eru til staðar. Ég gæti talað mjög temprað hér en auðvitað veit ég að það er ekkert annað en að vinna og aftur vinna sem skilar árangri. Við þjálfararnir þurfum að vera þar. En metnaður félagsins stendur alltaf til þess að vera númer eitt,“ sagði Willum að lokum.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Willum Þór þjálfar KR-liðið næstu tvö árin KR-ingar staðfestu í dag verst geymda leyndarmál íslenska fótboltans á blaðamannafundi út í KR. 1. nóvember 2016 14:48