Bréf Bjarna til flokksmanna: Tækifæri til myndunar þriggja flokka stjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2016 13:11 Bjarni ræðir við fjölmiðlafólk á Bessastöðum í gær. vísir/friðrik þór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson Kosningar 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kjósendur hafa hafnað vinstri upplausn og óvissu í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn sé eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Þetta kemur fram í bréfi hans til flokksmanna í morgun. Bjarni segir niðurstöður kosninganna gefa flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn. Bjarni óskaði sem kunnugt er eftir umboði til að mynda ríkisstjórn á fundi sínum með forseta Íslands á Bessastöðum. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.Bréf Bjarna í heild sinni má sjá hér að neðanKæru félagar og vinir! Ég þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hvað ég gleðst yfir úrslitum kosninganna. Tilfinningin var stórkostleg og hún mun án nokkurs vafa lita störf okkar inn í framtíðina, bæði í pólitíkinni og innra starfi flokksins. Kosningasigur okkar var byggður á ötulu og fórnfúsu starfi þúsunda sjálfstæðismanna um allt land. Hann byggðist á fólkinu sem talaði máli flokksins við félaga sína og fjölskyldu, bar út bæklinga, hringdi í fólk til áminningar, hellti upp á kaffi í kosningamiðstöðvum og skutlaði öldruðum ættingja á kjörstað. Fólkinu sem kom og kaus og einnig þeim sem létu sér „læka“ við flokkinn á Facebook. Það munaði um allt og það munaði um alla. Þakka ykkur kærlega fyrir alla hjálpina og traustið. Kosningabaráttan var stutt og snörp og við getum verið stolt af henni. Við komum fram af málefnafestu og heiðarleika; við töluðum skýrt um árangurinn sem við höfum náð og við töluðum skýrt um hvert við stefnum. Við gáfum ekki stór og óraunhæf loforð. Við lofuðum því einu, að við héldum okkar striki, treystum efnahagslífið frekar, byggðum upp heilbrigðiskerfið og innviðina. Að við sinntum því sem skiptir alla Íslendinga máli af trúmennsku. Af úrslitunum sjáum við að fólkið kom og kaus það sem við settum á oddinn: það valdi stefnufestu og stöðugleika og það hafnaði vinstri upplausn og óvissu. En það er ekki nóg að sigra kosningarnar. Eftirleikurinn er líka mikilvægur og það er ekki vandalaust að koma saman góðri ríkisstjórn. Í gær gekk ég á fund forseta Íslands og kynnti honum viðhorf okkar til ríkisstjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn á að verða kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Hann er bæði stærsti þingflokkurinn — með þriðjung þingheims innan sinna vébanda — og jafnframt eini afgerandi sigurvegari kosninganna. Niðurstöður kosninganna gefa okkur tækifæri til þess að mynda þriggja flokka stjórn, þó það séu ýmsir kostir aðrir í stöðunni. Við höfum lagt áherslu á að við göngum til stjórnarmyndunar með opnum huga, það er ekki eftir neinu að bíða. Enn og aftur vil ég þakka fyrir allan stuðninginn og hjálpina. Bæði ég persónulega, fyrir hönd flokksins og okkar nýja þingflokks. Við erum á réttri leið og við ætlum alla leið! Með kærri kveðju, Bjarni Benediktsson
Kosningar 2016 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira