Borgarstjóri segir ákvörðun kjararáðs ganga fram af réttlætiskenndinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af launahækkunum kjararáðs. visir/arnþór Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kjararáð Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kjararáð Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira