Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki. Vísir/Anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, er að einangra sig frá öðrum þingmönnum flokksins og hugnast ekki að vinna með Sigurði Inga og öðrum þingmönnum í sátt. Þetta segja heimildarmenn Fréttablaðsins innan Framsóknarflokksins. Þá er einnig sagt að stefni í að hann verði einangraður á þinginu almennt, þar muni hann fáa bandamenn eiga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sigmundur Davíð héldi því fram að undir hans forystu hefði flokkurinn getað náð allt að 19 prósenta fylgi í nýafstöðnum kosningum í stað þeirra 11,5 prósenta sem flokkurinn uppskar. Hann hafi verið búinn að leggja drög að öflugri kosningabaráttu en innbyrðis átök hafi skemmt fyrir. Sigmundur Davíð tapaði hins vegar formannsslag við Sigurð Inga Jóhannsson fyrr í haust. Ekki náðist í Sigurð Inga við vinnslu fréttarinnar en þegar hann mætti á Bessastaði í gær til að ræða stjórnarmyndun við Guðna Th. Jóhannesson forseta sagði hann: „Það er alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef en ég ætla ekki að vera í því.“ Sömu heimildarmenn eru einróma á því að vangaveltur Sigmundar Davíðs um hugsanlega niðurstöðu séu „út í hött“. Það sjáist einna best á því að flokkurinn hafi fengið 20 prósent atkvæða í Norðausturkjördæmi, sem Sigmundur Davíð leiddi, samanborið við 34,6 prósenta fylgi árið 2013. Önnur vísbending er útstrikanir, en fréttastofa greindi frá því í gær að áberandi meira hefði verið um útstrikanir í kjördæminu en vanalega, þá helst á lista Framsóknar. Í samtali við fréttastofu sagði Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar, að einn maður hefði verið strikaður meira út en aðrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má leiða líkur að því að sá maður sé Sigmundur Davíð. Þá herma heimildir Fréttablaðsins einnig að Gunnar Bragi muni hugsanlega einangra sig með Sigmundi Davíð og verða hans helsti, og mögulega eini, bandamaður. Gunnar bragi studdi Sigmund Davíð í formannskosningunum og sagði framboð Sigurðar Inga ekki til eftirbreytni. Það bryti gegn hefðum flokksins. Andrúmsloftið og stemningin innan þingflokks Framsóknar á komandi kjörtímabili er sagt verða eitrað vegna viðmóts Sigmundar Davíðs. Jafnframt er það sagt gera flokkinn óstjórntækan þar sem hann muni ekki þykja nægilega stöðugur. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46 Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55 Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. 4. október 2016 17:46
Sigurður Ingi um orð Sigmundar Davíðs: „Alltaf hægt að velta fyrir sér hvað og ef“ Gaf ekki mikið upp við fjölmiðla eftir fund með forseta Íslands. 31. október 2016 13:55
Sigmundur Davíð: Hefði farið með flokkinn í 19% "Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 31. október 2016 07:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent