Fyrrverandi ráðherra segir fjölflokkastjórn geta skilað miklum árangri Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2016 20:07 Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson. Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni sem var við völd í landinu segir fjölflokka stjórn vel geta starfað og náð árangri. Sú stjórn hafi meðal annars komið að þjóðarsáttarsamningunum sem færði niður verðbólgu í landinu eftir langt óðaverðbólgutímabil. Svavar Gestsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið var meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínan á Stöð 2 í hádeginu í dag. Hann varð ráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins sem studd var af fimm flokkum á árunum 1988 til 1991. Seigla þeirrar stjórnar var meðal annars skrifuð á hæfileika Steingríms til að sætta ólík sjónarmið. Höskuldur Kári Schram stjórnandi Víglínunnar spurði Svavar hvort þyrfti mjög sterkan leiðtoga til að stjórn sem þessi gengi upp. „Ég myndi fyrst og fremst segja laginn leiðtoga. Hann var laginn að tala við fólk þegar upp komu vandamál og erfiðleikar. Sem alltaf gerist. Hann hafði t.d. lag á því að tala við okkur Ólaf Ragnar (Grímsson) sinn í hvoru lagi þótt við værum úr sama flokknum. Af því flokkurinn var dálítið klofinn á þeim tíma,“ segir Svavar. Þrátt fyrir fjölda flokka hafi þessi ríkisstjórn komið miklu í verk og meðal annars komið að þjóðarsáttinni milli stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og Bændasamtakanna. „Sem í raun og veru tók niður verðbólguna. Þessa hryllilegu verðbólgu sem við höfðum átt við að stríða í um áratuga skeið þangað til. Hún stofnaði umhverfisráðuneytið og gerði þannig marga mjög góða hluti og kláraði kjörtímabilið. Þetta tal um að fjölflokka stjórnir séu séu vondar held ég að eigi rætur að rekja til Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þeir vilji gjarnan telja þjóðinni trú um það,“ segir Svavar. Af tuttugu og einni ríkisstjórn sem stofnað hafi verið til á lýðveldistímanum hafi sjö ekki klárað kjörtímabilið. Þar af fimm tveggja flokka stjórnir með Sjálfstæðisflokknum. Líf ríkisstjórna ráðist af þeim málefnum sem tekist sé á um og glíma þurfi við ásamt trausti á milli fólks, en ekki fjölda flokka. „Og ég held að stjórnin sem verður mynduð núna eftir þessar kosningar; ef hún yrði svona fjölflokkastjórn, líkist að sumu leyti þjóðstjórn. Ég meina hún er að takast á við verkefni sem er mikil samstaða um í samfélaginu. Það er að segja styrkja innviðina, heilbrigðismál, menntamál, löggæslu og fleira og fleira. Svo yrði hún auðvitað mynduð í framhaldi af Panamaumræðunni og skattsvikaumræðunni. Hún verður að taka á þeim málum líka. Um þessa hluti er mikil samstaða,“ sagði Svavar Gestsson.
Kosningar 2016 Víglínan Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent