Bjartsýni ríkir eftir fundarhöld flokkanna fimm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2016 17:58 Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín. Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Það skýrist á morgun hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundaði með formönnum flokkanna í dag og gætti bjartsýni í hópnum að fundi loknum. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og bauð Katrín formönnum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar til fundarins ásamt fleiri fulltrúum flokkanna. Fundurinn stóð í um tvo og hálfan tíma og var hljóðið gott í fundarmönnum að honum loknum. „Þetta var góður fundur. Það var gott að sjá allt þetta fólk saman. Þetta eru náttúrulega margir flokkar. Við fórum bara vítt og breitt,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Formaður Viðreisnar telur að flokkarnir eigi að geta náð saman um flest mál. „Það var ekkert óyfirstíganlegt á þessum fundi en auðvitað er munur og það var vitað fyrir fram en andinn var mjög góður,“ segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Í sama streng tekur þingmaður Pírata. „Auðvitað einhver atriði sem ekki allir eru algjörlega sammála um en við trúðum því, allavegana það var mín tilfinning, að við gætum komist mjög auðveldlega í gengum þau mál,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata. Formaður Samfylkingarinnar er einnig bjartsýnn eftir fundinn á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn saman. „Við getum auðvitað unnið saman já já en það þarf auðvitað útsjónarsemi til þess að ná málamiðlun í einhverjum málum,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir segir að farið hafi verið yfir mörg mál á fundinum. „Við erum búin að sitja hér og fara yfir ýmis stór mál. Heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál, stjórnarskrármál og fleiri mál og þetta var bara jákvæður og góður fundur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Katrín hefur boðað fund með formönnum/fulltrúm Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á morgun sunnudag í forsætisnefndarherbergi Alþingis klukkan eitt. „Það sem gerist næst er að við förum til baka í okkar bakland, okkar þingflokka, förum yfir stöðuna, og síðan ætla formenn flokkanna eða fulltrúar að hittast á morgun,“ segir Katrín. Eftir þann fund skýrist hvort að hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm. Hún segir að að ef ákveðið verði að hefja viðræður þurfi þær að ganga hratt. „Það liggur fyrir að ég þarf að upplýsa forsetann um það eftir helgi hver staðan er en eins og ég segi ef ákveðið er að fara í formlegar viðræður þá getum við ekki látið þær taka of langan tíma en það tekur þó alltaf einhverja daga,“ segir Katrín.
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira