Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir ræddi við formenn allra flokka á Alþingi í gær en hún stefnir á að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri til miðju. Vísir/Ernir „Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Það eru einhverjir að búa þetta til bara. Við höfum verið mjög jákvæð um að skoða þetta,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, um meint viljaleysi flokksins til að hefja samstarf við Pírata. Daginn eftir kjördag sagði Benedikt að honum hugnaðist ekki að ganga inn í Píratabandalagið. „Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt þá í viðtali á Stöð 2. Nú er komið annað hljóð í strokkinn því Benedikt segist ganga bjartsýnn til fimm flokka samstarfs. „Maður er smám saman að átta sig á því að kosningarnar fóru á ákveðinn veg. Eftir því sem leiðir lokast þá verður maður að opna á aðrar dyr.“Birgitta Jónsdóttir Fréttablaðið/Anton BrinkBirgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að meint óvild á milli flokka sé lítið annað en gróusögur. „Ég hef hitt fólk úr Viðreisn og held að það sé vilji til að finna leið til að hefja samvinnu. Það getur verið að það séu einhverjar gróusögur í gangi en ég held að það sé betra að fólk hittist og sjái hvort það sé einhver breið gjá þarna á milli eða ekki. Ég skynja hana að minnsta kosti ekki.“ Birgitta segir að jafnframt gangi gróusögur um að óvild sé á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur en ekkert geti verið fjær sannleikanum. „Það er engin óvild neins staðar. Allir stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög náið saman á síðasta kjörtímabili. Það var frekar skýrt fyrir kosningar að það voru nokkur aðaláherslumál sem allir voru sammála um að þyrfti að ganga í.“ Katrín Jakobsdóttir lá undir feldi í gær eftir að hafa fundað með formönnum allra flokka á Alþingi í gær. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að nokkrir þingmenn Vinstri grænna virtust spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn en Viðreisn og teldu meiri málefnahljómgrunn á milli flokkanna. Síðan hefur margt skýrst en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir eftir fundinn með Katrínu á fimmtudag að hann hefði verulegar efasemdir um að fimm flokka stjórn gæti starfað. Búist er við því að draga muni til tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í dag og formenn flokkanna hittist og fundi.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira