Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haslum 31-24 | Stórsigur Vals Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 19. nóvember 2016 18:30 Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk. vísir/ernir Valsmenn unnu sjö marka sigur, 31-24, á Haslum frá Noregi í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta í dag. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku norsku liði á Hlíðarenda í dag og með betri nýtingu á dauðafærum hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Erlend Mamelund, þekktasti leikmaður Haslum, lék ekki með í dag vegna meiðsla og það munaði greinilega mikið um hann. Valsmenn leiddu með fimm mörkum í hálfeik, 17-12, og á tímabili í seinni hálfleik voru þeir tíu mörkum yfir. Á endanum munaði hins vegar sjö mörkum á liðunum, 31-24. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Bæði spiluðu mjög hratt og keyrðu grimmt í bakið á andstæðingnum. Fyrir vikið voru tapaðir boltar margir en þeir skiptust nokkuð jafnt á liðin. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks fengu gestirnir fimm tveggja mínútna brottvísanir og það nýttu Valsmenn sér og bjuggu til fimm marka forskot, 17-12. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framliggjandi vörn Vals var öflug og Hlynur Morthens náði sér betur á strik í markinu. Hann endaði með 16 skot varin, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Leikmenn Haslum komust lítt áleiðis gegn sterkri Valsvörn og mótlætið virtist fara í taugarnar á Norðmönnunum. Þeir brutu illa af sér og hrintu Ými Erni Gíslasyni t.a.m. þrisvar þegar hann var í loftinu. Í sókninni áttu Valsmenn auðvelt með að spila sig í færi. Það gekk þó misvel að nýta þau. Valur var með 61% skotnýtingu í leiknum en sú tala hefði átt að vera mun hærri í ljósi þess hversu vel opin færi heimamenn sköpuðu sér. Sveinn Aron Sveinsson kom Val tíu mörkum yfir, 30-20, þegar sex mínútur voru eftir. Á þeim tímapunkti voru gestirnir farnir að spila framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Vals. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark á síðustu sex mínútum leiksins gegn fjórum mörkum Haslum. Lokatölur urðu því 31-24, Val í vil. Anton Rúnarsson, Josip Juric og Sveinn Aron voru markahæstir í liði Valsmanna með sjö mörk hver. Eirik Köpp skoraði sjö mörk fyrir Haslum en þau komu öll í seinni hálfleik. Trond Tjemsland varði 18 skot í markinu (37%). Seinni leikurinn fer fram í Haslum eftir viku.Guðlaugur: Vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir framliggjandi vörnina þeirra Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn en eins og leikurinn spilaðist hefði ég viljað vinna hann stærra,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi eftir leikinn sem endaði með sjö marka sigri Vals, 31-24. „Markvörðurinn [Trond Tjemsland] var mjög góður og svo skutum við líka framhjá og í stangirnar úr dauðafærum þar sem við tættum vörnina þeirra í sundur. Það er mjög jákvætt að vinna sjö marka sigur en við hefðum getað unnið þetta stærra. Þetta er bara fyrri hálfleikur,“ sagði Guðlaugur en seinni leikurinn fer fram í Noregi eftir viku. Guðlaugur segir að norska liðið hafi ekki komið sér á óvart í leiknum í dag, nema þegar þeir skiptu yfir í framliggjandi vörn á lokamínútunum. „Við vorum búnir að horfa á þá og greina vel. Það var lítið sem kom okkur á óvart. Hann var sterkari en við reiknuðum með þessi, þessi stóri vinstra megin [Eirik Köpp],“ sagði Guðlaugur og bætti því að Valsmenn þurfi að nýta tímann í næstu viku til að fara yfir sóknarleikinn gegn framliggjandi vörn Haslum. „Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það og vera tilbúnir fyrir það ef þeir koma framarlega. Við hikstuðum þegar þeir spiluðu þannig, við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir það í þessum leik,“ sagði Guðlaugur að endingu.Anton: Sjö mörk er gott forskot Anton Rúnarsson átti afbragðs leik þegar Valur bar sigurorð af Haslum í dag, 31-24. Anton skoraði sjö mörk og stjórnaði sóknarleik Vals af festu. „Við vorum komnir tíu mörkum yfir, 30-20, þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá breyttu þeir aðeins um varnarleik og fóru að taka tvo úr umferð. Við fórum í smá panikk og misstum þetta niður í sjö mörk. En fyrirfram hefði maður tekið því,“ sagði Anton eftir leik. Leikstjórnandinn kvaðst ánægður með spilamennsku Vals í dag. „Við lögðum upp með að spila sterkan og áveðinn varnarleik gegn þeim. Þeir létu það fara í taugarnar á sér og við nýttum okkur það. Heilt yfir fannst mér við mjög flottir í dag,“ sagði Anton sem skynjaði pirring í leikmönnum Haslum. „Þeim fannst þetta óþægilegt og létu þetta fara í taugarnar á sér. Við gengum á lagið og hefðum viljað vinna stærra. En sjö mörk er frábært og við förum í seinni leikinn til að vinna, það er ekki spurning,“ sagði Anton. En er hann bjartsýnn á að þetta forskot dugi til að fara áfram í 16-liða úrslitin? „Jájá, vonandi. Ef við spilum almennilega í 60 mínútur. Þetta verður auðvitað töluvert erfiðara á útivelli en sjö mörk er gott forskot. Við þurfum að vera klókir í seinni leiknum,“ sagði Anton að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Valsmenn unnu sjö marka sigur, 31-24, á Haslum frá Noregi í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta í dag. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku norsku liði á Hlíðarenda í dag og með betri nýtingu á dauðafærum hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Erlend Mamelund, þekktasti leikmaður Haslum, lék ekki með í dag vegna meiðsla og það munaði greinilega mikið um hann. Valsmenn leiddu með fimm mörkum í hálfeik, 17-12, og á tímabili í seinni hálfleik voru þeir tíu mörkum yfir. Á endanum munaði hins vegar sjö mörkum á liðunum, 31-24. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Bæði spiluðu mjög hratt og keyrðu grimmt í bakið á andstæðingnum. Fyrir vikið voru tapaðir boltar margir en þeir skiptust nokkuð jafnt á liðin. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks fengu gestirnir fimm tveggja mínútna brottvísanir og það nýttu Valsmenn sér og bjuggu til fimm marka forskot, 17-12. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framliggjandi vörn Vals var öflug og Hlynur Morthens náði sér betur á strik í markinu. Hann endaði með 16 skot varin, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Leikmenn Haslum komust lítt áleiðis gegn sterkri Valsvörn og mótlætið virtist fara í taugarnar á Norðmönnunum. Þeir brutu illa af sér og hrintu Ými Erni Gíslasyni t.a.m. þrisvar þegar hann var í loftinu. Í sókninni áttu Valsmenn auðvelt með að spila sig í færi. Það gekk þó misvel að nýta þau. Valur var með 61% skotnýtingu í leiknum en sú tala hefði átt að vera mun hærri í ljósi þess hversu vel opin færi heimamenn sköpuðu sér. Sveinn Aron Sveinsson kom Val tíu mörkum yfir, 30-20, þegar sex mínútur voru eftir. Á þeim tímapunkti voru gestirnir farnir að spila framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Vals. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark á síðustu sex mínútum leiksins gegn fjórum mörkum Haslum. Lokatölur urðu því 31-24, Val í vil. Anton Rúnarsson, Josip Juric og Sveinn Aron voru markahæstir í liði Valsmanna með sjö mörk hver. Eirik Köpp skoraði sjö mörk fyrir Haslum en þau komu öll í seinni hálfleik. Trond Tjemsland varði 18 skot í markinu (37%). Seinni leikurinn fer fram í Haslum eftir viku.Guðlaugur: Vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir framliggjandi vörnina þeirra Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn en eins og leikurinn spilaðist hefði ég viljað vinna hann stærra,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi eftir leikinn sem endaði með sjö marka sigri Vals, 31-24. „Markvörðurinn [Trond Tjemsland] var mjög góður og svo skutum við líka framhjá og í stangirnar úr dauðafærum þar sem við tættum vörnina þeirra í sundur. Það er mjög jákvætt að vinna sjö marka sigur en við hefðum getað unnið þetta stærra. Þetta er bara fyrri hálfleikur,“ sagði Guðlaugur en seinni leikurinn fer fram í Noregi eftir viku. Guðlaugur segir að norska liðið hafi ekki komið sér á óvart í leiknum í dag, nema þegar þeir skiptu yfir í framliggjandi vörn á lokamínútunum. „Við vorum búnir að horfa á þá og greina vel. Það var lítið sem kom okkur á óvart. Hann var sterkari en við reiknuðum með þessi, þessi stóri vinstra megin [Eirik Köpp],“ sagði Guðlaugur og bætti því að Valsmenn þurfi að nýta tímann í næstu viku til að fara yfir sóknarleikinn gegn framliggjandi vörn Haslum. „Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það og vera tilbúnir fyrir það ef þeir koma framarlega. Við hikstuðum þegar þeir spiluðu þannig, við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir það í þessum leik,“ sagði Guðlaugur að endingu.Anton: Sjö mörk er gott forskot Anton Rúnarsson átti afbragðs leik þegar Valur bar sigurorð af Haslum í dag, 31-24. Anton skoraði sjö mörk og stjórnaði sóknarleik Vals af festu. „Við vorum komnir tíu mörkum yfir, 30-20, þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá breyttu þeir aðeins um varnarleik og fóru að taka tvo úr umferð. Við fórum í smá panikk og misstum þetta niður í sjö mörk. En fyrirfram hefði maður tekið því,“ sagði Anton eftir leik. Leikstjórnandinn kvaðst ánægður með spilamennsku Vals í dag. „Við lögðum upp með að spila sterkan og áveðinn varnarleik gegn þeim. Þeir létu það fara í taugarnar á sér og við nýttum okkur það. Heilt yfir fannst mér við mjög flottir í dag,“ sagði Anton sem skynjaði pirring í leikmönnum Haslum. „Þeim fannst þetta óþægilegt og létu þetta fara í taugarnar á sér. Við gengum á lagið og hefðum viljað vinna stærra. En sjö mörk er frábært og við förum í seinni leikinn til að vinna, það er ekki spurning,“ sagði Anton. En er hann bjartsýnn á að þetta forskot dugi til að fara áfram í 16-liða úrslitin? „Jájá, vonandi. Ef við spilum almennilega í 60 mínútur. Þetta verður auðvitað töluvert erfiðara á útivelli en sjö mörk er gott forskot. Við þurfum að vera klókir í seinni leiknum,“ sagði Anton að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira