Tapar Afturelding þriðja leiknum í röð? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2016 15:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. vísir/vilhelm Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Tólfta umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Topplið Aftureldingar sækir Fram heim í Safamýrinni. Eftir átta sigra í röð hafa Mosfellingar tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Í síðustu umferð steinlágu þeir fyrir Haukum á heimavelli, 17-35. Þetta slæma tap þýðir að Afturelding er með mínús átta í markatölu þrátt fyrir að vera á toppnum. Marga sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar en Mikk Pinnonen, Pétur Júníusson, Böðvar Páll Ásgeirsson og Birkir Benediktsson eru allir frá vegna meiðsla. Fram hefur tapað tveimur leikjum í röð og situr í 8. sæti deildarinnar með níu stig.Janus Daði Smárason mætir sínu uppeldisfélagi í kvöld.vísir/vilhelmStórleikur 12. umferðarinnar fer fram á Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Selfossi. Liðin eru jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Haukar unnu leik liðanna í 3. umferðinni, 31-34, og með sigri í kvöld tryggja þeir sér betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Eftir slæma byrjun hafa Haukar verið á mikilli siglingu og unnið fjóra leiki í röð. Sóknarleikur Hauka hefur verið frábær að undanförnu en þeir hafa skorað 33,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum sigurleikjum. Selfoss, sem tapaði fyrir Val í síðustu umferð, er það lið sem hefur skorað mest í Olís-deildinni í vetur, eða 343 mörk í 11 leikjum. Þónokkur tengsl eru á milli Hauka og Selfoss. Tveir markahæstu leikmenn Hauka í vetur, Janus Daði Smárason og Guðmundur Árni Ólafsson, eru báðir frá Selfossi og Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, lék áður með Haukum. Þá hóf markvörðurinn efnilegi, Grétar Ari Guðjónsson, tímabilið í láni frá Selfossi en sneri svo aftur í Hauka eftir landsleikjahléið.Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur að hafa misst af sigrinum gegn Stjörnunni.vísir/antonÍ þriðja leik kvöldsins mætast FH og Grótta í Kaplakrika. Það má búast við spennandi leik en tveir af síðustu fjórum leikjum FH hafa endað með jafntefli. Hinir tveir unnust með einu marki.FH-ingar gerðu jafntefli, 22-22, við Stjörnumenn í síðustu umferð. Hafnfirðingar voru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnumanna sem Garðar B. Sigurjónsson skoraði með skoti beint úr aukakasti. Grótta vann leik liðanna í 3. umferðinni 30-24 en síðan þá hafa Seltirningar aðeins unnið einn af átta leikjum sínum. Grótta er með níu stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir FH sem er í því fimmta. Á sunnudaginn mætast svo Akureyri og ÍBV fyrir norðan. Leik Vals og Stjörnunnar var frestað vegna þátttöku Valsmanna í Áskorendakeppni Evrópu en þeir mæta norska liðinu Haslum á laugardaginn. Leikur Vals og Stjörnunnar er settur á mánudaginn 12. desember.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07 Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13 Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24 Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00 Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. 14. nóvember 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Annar sigur Vals í röð | Öll úrslit dagsins Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. 12. nóvember 2016 20:07
Garðar tryggði Stjörnunni stig gegn FH | Myndir Garðar B. Sigurjónsson tryggði Stjörnunni annað stigið gegn FH í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 21:13
Sjáðu jöfnunarmarkið sem FH-ingar eru brjálaðir yfir | Myndband FH-ingar eru afar ósáttir við jöfnunarmark Stjörnunnar í leik liðanna í TM-höllinni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 14. nóvember 2016 22:24
Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Bæði lið hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. 14. nóvember 2016 21:00
Akureyringar mjög flottir í seinni hálfleiknum Akureyringar eru farnir að bíta frá sér í Olís-deild karla eftir mjög erfiða byrjun á tímabilinu. Norðanmenn fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dag. 13. nóvember 2016 17:55