UFC vildi ekki hafa Diaz í húsinu þegar Conor tók seinna beltið: „Þeir gáfu Nick Jonas sætið mitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2016 14:00 Nate Diaz og Conor McGregor börðust tvisvar sinnum og skiptu með sér sigrunum á árinu. vísir/getty UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz. MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
UFC-bardagakappinn Nate Diaz veit ekki hvort sambandið mun skipuleggja þriðju viðureign hans og írska, tvöfalda heimsmeistarans Conors McGregors. Eins og staðan er veit hann ekki hvort UFC vilji hafa þá tvo í sama húsi. Diaz var mættur á bardaga Conors gegn Eddie Alvarez í New York aðfaranótt sunnudags þar sem Írinn varð heimsmeistari í léttvigt. Það var þó ekki UFC að þakka að Diaz sá bardagann því Dana White, forseti UFC, hafnaði beiðni bardagakappans um miða á UFC 205 og bar við að ekki væri pláss fyrir hann. „Um leið og McGregor vann litu hundruðir manna á mig og störðu. Ég bara bara: „Hey, hvað viljið þið að ég geri.“ UFC vildi ekki einu sinni gefa mér miða á bardagann. Ég held að Nick Jonas hafi fengið sætið mitt,“ segir Nate Diaz í viðtali við ESPN.Diaz vill berjast aftur við Conor en ætlar ekki á hnén.vísir/gettySlæm hugmynd Diaz var fyrsti maðurinn til að vinna Conor McGregor í UFC þegar kapparnir börðust í mars en Írinn kom fram hefndum í ágúst og vann á dómaraúrskurði eftir fimm lotur. Bardagarnir tveir heppnuðust vel þegar horft er á peningana en þeir eru í tveimur af þremur efstu sætunum þegar kemur að áskriftarkaupum í sögu UFC. Eftir seinni bardagann sagði Conor að hann myndi á endanum berjast þriðja sinni við Diaz og þá í léttvigt en það er þyngdarflokkurinn sem hann varð heimsmeistari í um helgina. Diaz er samt ekki viss um að það verði eitthvað af því. „UFC veit að það er slæm hugmynd hjá honum. Hvers vegna fékk ég ekki miða? Ég sagði við þá að ég myndi láta hann í friði. Ég vil ekki berjast við gaurinn. Ég vildi bara fá sæti í húsinu fyrir mig og bróðir minn en UFC vildi fá hvorugan okkar á staðinn. UFC vill bara fela mig, held ég, og gera Conor að enn stærri stjörnu en það er búið að gera nú þegar,“ segir Diaz.Diaz og Conor rifu kjaft í marga mánuði en féllust svo í faðma eftir bardagann.vísir/gettyEkki bestur Bandaríkjamaðurinn hrósaði Conor fyrir sigurinn á Alvarez en er enn þá á því að hann sé betri en Írinn og að hann viti það eftir bardagana tvo á þessu ári. „Fólk spyr mig hvenær við ætlum að berjast aftur. Ég veit að allir verða að sjá það. Ef ég geri eitthvað þá verður það að berjast við Conor en ég mun ekki grátbiðja um þann bardaga. Ef einhver ætti að biðja um þann bardaga væri það Conor. Hann er sá sem hefur eitthvað að sanna,“ segir Diaz. „Til hamingju Conor. Hann stóð sig frábærlega og er nú með tvö belti. Við báðir vitum samt hvað gerðist í bardögum okkar og að þetta „hann sé bestur í sögunni“-kjaftæði þarf að hætta. Ég man ekki eftir því að nokkur sem hefur verið talinn sá besti allra tíma hafi fengið aðra eins útreið og hann fékk í bardögum okkar,“ segir Nate Diaz.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00 Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00 Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sjá meira
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Conor McGregor ætlar að taka sér frí frá UFC nema að hann fái eignarhlut í UFC. 14. nóvember 2016 11:00
Beckham segir að Conor hafi veitt sér innblástur Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar sá Conor McGregor berjast í New York á laugardagskvöldið. 16. nóvember 2016 13:00
Buffer gekk úr búrinu og tilkynnti svo röng úrslit Ótrúleg uppákoma eftir bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson á UFC 205 um helgina. 14. nóvember 2016 13:00
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27