Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:23 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Viðræðurnar hófust formlega á föstudag en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðunum í gær en þær strönduðu aðallega á Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Sigmundur Davíð ræddi stöðuna í stjórnmálum í Bítinu í morgun. Hann sagði það „býsna skrýtið“ að ESB væri hindrun í myndun ríkisstjórnar hér á landi þar sem menn væru annars staðar að reyna að koma sér út úr sambandinu. Þá kvaðst Sigmundur fastlega búast við því að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi fá stjórnarumboðið í dag en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 13 í dag. „Hún mun örugglega kanna möguleikann á fimm flokka stjórn og gefa sér einhvern tíma í það. Mér sýnist menn reyndar byrjaðir að tala sig úr því í þeim hópi og líkurnar á því, hafandi kannski aldrei verið sérlega miklar, fari þá frekar minnkandi. En hún mun örugglega taka sér einhverja daga í þetta til að segja að hún hafi reynt,“ sagði Sigmundur Davíð. Aðspurður hvað yrði erfiðast við að mynda slíka fimmf flokka stjórn nefndi hann Evrópumálin, sjávarútveginn, landbúnaðinn og stjórnarskrána og sagði þau mála hafa verið hvað mest áberandi. „En mér finnst það býsna skrýtið að við séum í þeirri stöðu hér á Íslandi að ein helsta hindrunin við stjórnarmyndun sé Evrópusambandið sem að annars staðar menn eru að reyna að koma sér út úr þá er það hér einn helsti ásteytingarsteinninn,“ sagði Sigmundur. Einnig var rætt við Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu. Hann sagði allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar en aðspurður hvort hann teldi að það myndi takast hjá Katrínu að mynda fimm flokka stjórn sagði hann: „Maður veit aldrei hvað gengur upp fyrr en maður prófar það. Þetta eru auðvitað fleiri flokkar undir en fólk er nú að upplagi eins innrætt þo að það sé í mismunandi flokkum. Þetta verður flóknara en ég held að þetta geti bara orðið skemmtilegt,“ sagði Logi.Hlusta má á þá Sigmund og Loga í Bítinu í morgun í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Ekki búið að kostnaðarmeta samningana að fullu Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent