Þrjú NBA-lið neita að gista á hótelum Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 10:45 Donald Trump á NBA-leik. Vísir/Getty Lið í NBA-deildinni í körfubolta virðast ekki vera alltof hrifin af nýja forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, ef marka má nýjustu fréttir af gistimálum liðanna. Að minnsta kosti þrjú NBA-lið hafa hætt að gista á hótelum í Donald Trump keðjunni á þessu tímabili þar sem þau vilja ekki láta tengja sig við hinn nýkjörna forseta. ESPN sagði frá. Félögin eru Milwaukee Bucks, Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks. Öll hafa þau hætt við að gista á hótelum undir merkjum Donald Trump í bæði New York og Chicago. Donald Trump kemur ekkert beint nálægt rekstri hótelanna en þau eru öll hluti af Donald Trump hótelkeðjunni. Annað ónefnt lið af Austurströndinni hefur einnig ákveðið að hætta að gista á Trump SoHo hótelinu í New York þegar samningur þess rennur út í vor. Trump SoHo hefur verið mjög vinsælt hótel hjá NBA-liðunum eftir að þau fóru að spila tvo leiki í sömum ferð til New York eða þegar New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Sjö önnur NBA-lið munu gista á hótelum í Donald Trump keðjunni á þessu tímabili. ESPN ákvað að segja ekki frá því í frétt sinn hvaða félög þetta eru. NBA-liðin hafa verið að gista á hótelum Trump þegar þau spila útileiki á móti New York Knicks, Brooklyn Nets eða Chicago Bulls. ESPN kannaði það hjá öllum 30 liðum NBA-deildarinnar hvar þau ætla að gista í New York og í öðrum borgum sem eru með hótel í Donald Trump keðjunni eins og Chicago, Miami, Toronto og Washington. Mörg af þeim félögum hafa gist á Trump SoHo í New York en gera það ekki lengur. Þau nefndu þó ekki pólískar ástæður fyrir því. Síðan að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna hafa þrír NBA-þjálfarar lýst yfir áhyggjum sínum vegna kjörsins og þeirra stefnumála sem Trump setti á oddinn. Þetta eru þeir Stan Van Gundy hjá Detroit Pistons, Steve Kerr hjá Golden State Warriors og Gregg Popovich San Antonio Spurs. Donald Trump NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Lið í NBA-deildinni í körfubolta virðast ekki vera alltof hrifin af nýja forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, ef marka má nýjustu fréttir af gistimálum liðanna. Að minnsta kosti þrjú NBA-lið hafa hætt að gista á hótelum í Donald Trump keðjunni á þessu tímabili þar sem þau vilja ekki láta tengja sig við hinn nýkjörna forseta. ESPN sagði frá. Félögin eru Milwaukee Bucks, Memphis Grizzlies og Dallas Mavericks. Öll hafa þau hætt við að gista á hótelum undir merkjum Donald Trump í bæði New York og Chicago. Donald Trump kemur ekkert beint nálægt rekstri hótelanna en þau eru öll hluti af Donald Trump hótelkeðjunni. Annað ónefnt lið af Austurströndinni hefur einnig ákveðið að hætta að gista á Trump SoHo hótelinu í New York þegar samningur þess rennur út í vor. Trump SoHo hefur verið mjög vinsælt hótel hjá NBA-liðunum eftir að þau fóru að spila tvo leiki í sömum ferð til New York eða þegar New Jersey Nets varð að Brooklyn Nets. Sjö önnur NBA-lið munu gista á hótelum í Donald Trump keðjunni á þessu tímabili. ESPN ákvað að segja ekki frá því í frétt sinn hvaða félög þetta eru. NBA-liðin hafa verið að gista á hótelum Trump þegar þau spila útileiki á móti New York Knicks, Brooklyn Nets eða Chicago Bulls. ESPN kannaði það hjá öllum 30 liðum NBA-deildarinnar hvar þau ætla að gista í New York og í öðrum borgum sem eru með hótel í Donald Trump keðjunni eins og Chicago, Miami, Toronto og Washington. Mörg af þeim félögum hafa gist á Trump SoHo í New York en gera það ekki lengur. Þau nefndu þó ekki pólískar ástæður fyrir því. Síðan að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna hafa þrír NBA-þjálfarar lýst yfir áhyggjum sínum vegna kjörsins og þeirra stefnumála sem Trump setti á oddinn. Þetta eru þeir Stan Van Gundy hjá Detroit Pistons, Steve Kerr hjá Golden State Warriors og Gregg Popovich San Antonio Spurs.
Donald Trump NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira