Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 07:22 Steinþór Pálsson Landsbankastjóri. vísir/Daníel Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en mikill styr hefur staðið um sölu Landsbankans í Borgun. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Í lok síðasta árs kom í ljós að Borgun fengi milljarðagreiðslur vegna valréttar sem Visa International nýtti til að kaupa Visa Europe, en talið er að upphæðin geti numið rúmlega níu milljörðum króna. Valrétturinn var ekki lagður til grundvallar þegar bankinn seldi hlut sinn í kortafyrirtækinu. Landsbankinn hefur ítrekað haldið fram að hann hafi aldrei haft vitneskju um að Borgun ætti rétt á greiðslum yrði valrétturinn nýttur, og í ágúst síðastliðnum var tilkynnti að bankaráð bankans hefði ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu kom fram að bankaráðið telji að bankinn hafi farið á mis við fjármuni í viðskiptunum þar sem bankanum hafi ekki verið veittar nauðsynlegar upplýsingar.Morgunblaðið í dag greinir síðan frá því að í skýrsludrögum Ríkisendurskoðunar komi fram Landsbankinn hafi gengist við því að starfsmenn hans hafi ekki skoðað gögn sem þeir fengu aðgang og forsvarsmenn Borgunar höfðu lagt fram í gagnaherbergi sem var opnað eftir undirritun kaupsamnings. Telur Ríkisendurskoðun að vegna þessa sé ábyrgð bankans mikil en í gögnunum hafi meðal annars sýnt „með óyggjandi hætti fram á aðild Borgunar að Visa Europe,“ eins og það er orðað á forsíðu Morgunblaðsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28 Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52
Fyrirvari um aukagreiðslur kom ekki til álita þegar Landsbankinn seldi Borgun Landsbankinn taldi hlut sinn í Borgun vera 1,7 til 2,4 milljarða virði. 18. maí 2016 16:28
Bankasýslan vill afrit af verðmati Landsbankans á Borgun Bankasýsla ríkisins vill upplýsingar um verðmat við söluna á Borgun. 9. maí 2016 15:18
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent