Umfjöllun: Selfoss - Valur 29-31 | Valsmenn upp í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 21:00 Anton Rúnarsson skoraði se mörk fyrir Val í kvöld. Vísir/Ernir Valsmenn sóttu tvö stig á Selfoss í kvöld og halda áfram að hækka sig í töflunni í Olís-deild karla í handbolta. Valsliðið vann tveggja marka sigur, 31-29, og bætti sig þar með um fimmtán mörk frá því í fyrri leik liðanna þegar Selfyssingar unnu þrettán marka sigur á Hlíðarenda. Valsliðið í dag er á allt öðrum stað en það sem steinlá á móti Selfossi í september og munar þar mestu um Josip Juric Gric. Josip Juric Gric skoraði 9 mörk í kvöld og var illviðráðanlegur fyrir Selfossliðið. Valsliðið með hann innanborðs er eitt sterkasta lið deildarinnar sem sést ekki síst á því að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að hann kom inn í liðið. Þetta leit vel út fyrir Selfyssingar þegar þeir voru þremur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en þá fór Valsliðið í gang og snéri leiknum á stuttum tíma. Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, og voru með frumkvæðið framan af í jöfnun seinni hálfleik en Selfyssingar komust einu marki yfir um miðjan hálfleikinn. Valsliðið skoraði þá þrjú mörk í röð og breytti stöðunni úr 24-23 í 24-26. Selfyssingar náðu ekki að jafna metin eftir það. Valsliðið komst mest þremur mörkum yfir, 29-26, en Selfyssingar héldu spennu í leiknum allt til leiksloka. Selfyssingar voru óöryggir á móti grimmri og framliggjandi vörn Valsmanna í kvöld. Valsmönnum tókst nokkuð vel upp að loka á Elvar Örn Jónsson í seinni hálfleiknum og leikmenn eins og Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson náðu ekki að nýta sér það nógu vel. Reynsliboltinn Hlynur Morthens spilaði seinni hálfleikinn í marki Valsmanna og varði þá 50 prósent skot sem á hann komu. Það munaði mikið um það. Það má heldur ekki gleyma innkomu Ólafs Ægis Ólafssonar en hann átti flotta endurkomu á völlinn í kvöld og nýtti meðal annars öll sex skotin sín í leiknum. Anton Rúnarsson stýrði líka leik liðsins vel en leyfði sér að klikka á tveimur vítaskotum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Valsmenn sóttu tvö stig á Selfoss í kvöld og halda áfram að hækka sig í töflunni í Olís-deild karla í handbolta. Valsliðið vann tveggja marka sigur, 31-29, og bætti sig þar með um fimmtán mörk frá því í fyrri leik liðanna þegar Selfyssingar unnu þrettán marka sigur á Hlíðarenda. Valsliðið í dag er á allt öðrum stað en það sem steinlá á móti Selfossi í september og munar þar mestu um Josip Juric Gric. Josip Juric Gric skoraði 9 mörk í kvöld og var illviðráðanlegur fyrir Selfossliðið. Valsliðið með hann innanborðs er eitt sterkasta lið deildarinnar sem sést ekki síst á því að liðið hefur unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að hann kom inn í liðið. Þetta leit vel út fyrir Selfyssingar þegar þeir voru þremur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en þá fór Valsliðið í gang og snéri leiknum á stuttum tíma. Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, og voru með frumkvæðið framan af í jöfnun seinni hálfleik en Selfyssingar komust einu marki yfir um miðjan hálfleikinn. Valsliðið skoraði þá þrjú mörk í röð og breytti stöðunni úr 24-23 í 24-26. Selfyssingar náðu ekki að jafna metin eftir það. Valsliðið komst mest þremur mörkum yfir, 29-26, en Selfyssingar héldu spennu í leiknum allt til leiksloka. Selfyssingar voru óöryggir á móti grimmri og framliggjandi vörn Valsmanna í kvöld. Valsmönnum tókst nokkuð vel upp að loka á Elvar Örn Jónsson í seinni hálfleiknum og leikmenn eins og Einar Sverrisson og Teitur Örn Einarsson náðu ekki að nýta sér það nógu vel. Reynsliboltinn Hlynur Morthens spilaði seinni hálfleikinn í marki Valsmanna og varði þá 50 prósent skot sem á hann komu. Það munaði mikið um það. Það má heldur ekki gleyma innkomu Ólafs Ægis Ólafssonar en hann átti flotta endurkomu á völlinn í kvöld og nýtti meðal annars öll sex skotin sín í leiknum. Anton Rúnarsson stýrði líka leik liðsins vel en leyfði sér að klikka á tveimur vítaskotum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira