Fjárkúgunarmálið gegn Hlín og Malín þingfest í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 10:45 Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra verður þingfest í dag. Vísir Fjárkúgunarmál héraðssaksóknara gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí í fyrra og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl í fyrra. Þinghaldið í málinu er lokað en við þingfestinguna munu systurnar taka afstöðu til ákærunnar sem er í þremur liðum, það er játa eða neita sök. Játi þær sök verður málið dómtekið og mun þá ekki fara fram aðalmeðferð í því. Neiti þær hins vegar sök, að hluta eða í heild, fer fram aðalmeðferð en í þessu samhengi má rifja upp að þegar málið kom upp á sínum tíma greindi lögregla frá því að Hlín og Malín hafi játað að hafa sent bréf til Sigmundar Davíðs þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinuMalín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Nauðgunarkæra Hlínar send til ákærusviðs á næstunni Rannsókn á lokametrunum. 8. nóvember 2016 10:54 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Fjárkúgunarmál héraðssaksóknara gegn systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Systurnar eru annars vegar ákærðar fyrir að reyna kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, í maí í fyrra og hins vegar fyrir að reyna að kúga fé út úr Helga Jean Claessen, fyrrum ritstjóra menn.is, í apríl í fyrra. Þinghaldið í málinu er lokað en við þingfestinguna munu systurnar taka afstöðu til ákærunnar sem er í þremur liðum, það er játa eða neita sök. Játi þær sök verður málið dómtekið og mun þá ekki fara fram aðalmeðferð í því. Neiti þær hins vegar sök, að hluta eða í heild, fer fram aðalmeðferð en í þessu samhengi má rifja upp að þegar málið kom upp á sínum tíma greindi lögregla frá því að Hlín og Malín hafi játað að hafa sent bréf til Sigmundar Davíðs þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.Sendu tvö bréf til Sigmundar Davíðs Systurnar kröfðust átta milljóna króna af þáverandi forsætisráðherra og sendu tvö bréf til að reyna að hafa af honum fé. Annað var sent á heimili Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, og hitt var stílað á eiginkonu Sigmundar að því er fram kemur í ákæru. Hlín skrifaði og Malín prentaði út nafnlaust bréf sem sett var inn um bréfalúguna á heimili Jóhannesar Þórs þar sem bréfritari hótaði að upplýsingar er vörðuðu afskipti Sigmundar Davíðs af fjármálum Vefpressunnar yrðu birtar opinberlega ef Sigmundur greiddi ekki sjö og hálfa milljón króna sem yrði sett í tösku og afhent þriðjudaginn 25. maí. Bréfið var ekki opnað fyrr en nokkru síðar og því var annað bréf sent, nú á heimili Sigmundar Davíðs. Bréfið var stílað var á Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, og var þess krafist að Sigmundur greiddi átta milljónir króna en bréfinu fylgdu fyrirmæli um afhendingarmáta, GPS-hnit og ljósmyndir af afhendingarstaðnum við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.Handteknar eftir að lögregla fylgdi fyrirmælum í bréfinuMalín og Hlín voru svo handteknar eftir að þær höfðu sótt pakkningu í tösku sem þær töldu innihalda milljónirnar átta í seðlum frá Sigmundi en pakkningin hafði verið skilin eftir í trékassa, í samræmi við fyrirmæli þeirra. Rúmum mánuði áður en systurnar voru handteknar kröfðu þær Helga Jean Classen um 700.000 krónur. Ef hann ekki greiddi þeim féð, yrði hann kærður til lögreglu fyrir að hafa nauðgað Hlín. Féð greiddi Helgi í tvennu lagi á skrifstofu Morgunblaðsins við Hádegismóa í Reykjavík og fékk kvittun fyrir. Fénu skiptu systurnar á milli sín samkvæmt ákærunni. Helgi krefst þess að systurnar verði dæmdar til að greiða honum 1.700.000 kr. í skaðabætur. Við brotunum sem systrunum er gefið að sök liggur allt að sex ára fangelsisvist.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Nauðgunarkæra Hlínar send til ákærusviðs á næstunni Rannsókn á lokametrunum. 8. nóvember 2016 10:54 Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30 Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Sjá meira
Fyrra hótunarbréfið var ekki opnað fyrr en eftir tíu daga Ákæra á hendur þeim Hlín Einarsdóttur og Malín Brand vegna tilraunar til að kúga fé út úr þáverandi forsætisráðherra hefur verið birt. 5. nóvember 2016 12:30
Malín og Hlín ákærðar fyrir að kúga Sigmund Héraðssóknari hefur gefið út ákæru á hendur systrunum. Refsiramminn þegar um fjárkúgun er að ræða er sex ára fangelsi. 3. nóvember 2016 18:03