Conor McGregor tvöfaldur meistari Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 07:27 Conor McGregor fagnar með bæði beltin. Vísir/Getty UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. Aldrei áður í 23 ára sögu UFC hefur einn maður verið meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. McGregor kom inn í bardagann gegn léttvigtarmeistaranum Eddie Alvarez sem ríkjandi fjaðurvigtarmeistari og gekk úr búrinu með bæði beltin. McGregor byrjaði bardagann gríðarlega vel og kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu. Hann var afar yfirvegaður og öruggur og setti meira að segja báðar hendur fyrir aftan bak á einum tímapunkti. Í 2. lotu kýldi McGregor hinn bandaríska Alvarez aftur niður og kláraði hann svo með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Sigurinn var aldrei í hættu og átti Alvarez fá svör við höggum McGregor. McGregor er því tvöfaldur meistari en óvíst er hver næstu skref hans verða.Tyron Woodley og Stephen Thompson mættust um veltivigtartitilinn og var bardaginn afar spennandi. Svo fór að bardaginn var dæmdur jafntefli og heldur meistarinn Woodley því beltinu sínu. Þeir munu hugsanlega mætast aftur og útkljá sín mál. Þetta var fyrsta bardagakvöld UFC í New York eftir að íþróttin var lögleidd þar í ríki fyrr á árinu. Bardagakvöldið var sögulegt fyrir margar sakir og verður lengi í minnum haft. Öll önnur úrslit má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04 Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30 Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45 Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Sjá meira
Conor í taugastríði við veltivigtarmeistarann Óvenjuleg uppákoma, bæði baksviðs og á Twitter, eftir vigtunina fyrir UFC 205 í New York í gær. 12. nóvember 2016 12:04
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
UFC 205: Getur Woodley stöðvað karate strákinn? UFC 205 fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York. Um er að ræða risabardagakvöld þar sem þrír titilbardagar fara fram og er m.a. barist um veltivigtartitilinn. 12. nóvember 2016 13:30
Getur Conor komist á spjöld sögunnar með sigri á sögulegu bardagakvöldi? Conor McGregor mætir Eddie Alvarez í kvöld á UFC 205. Með sigri getur Conor McGregor gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tekist – að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma. 12. nóvember 2016 15:45
Conor: Ég vel mér réttu staðina og þess vegna fór ég til Íslands Ítarleg umfjöllun í USA Today tengingar Conor McGregor við Ísland. Írinn klæddist íslensku landsliðstreyjunni á meðan EM stóð í sumar. 11. nóvember 2016 13:00