Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur í íslenska landsliðið eftir þriggja ára fjarveru. Hún var valin í hópinn sem leikur í forkeppni HM 2017 í næsta mánuði.
Rakel Dögg fékk slæmt höfuhögg á landsliðsæfingu í nóvember 2013 og tilkynnti nokkrum mánuðum síðar að hún væri hætt af þeim sökum.
Hún sneri þó aftur á völlinn á síðari hluta síðasta tímabils og hefur spilað vel með Stjörnunni í Olísdeild kvenna í haust. Hún var lengi vel fyrirliði íslenska landsliðsins.
Axel Stefánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, valdi sextán manna hóp fyrir forkeppni HM. Ísland er þar í riðli með Færeyjum, Austurríki og Makedóníu en tvö lið komast áfram í umspil um sæti á HM.
Allir leikirnir í riðlinum fara fram í Færeyjum í byrjun desember.
Meðal þeirra leikmanna sem voru ekki valdir í hópinn en voru með á æfingamóti í Póllandi í október eru Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ester Óskarsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir.
Hópurinn:
Arna Sif Pálsdóttir, Nice
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassverket
Eva Björk Davíðsdóttir, Sola
Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram
Heiða Ingólfsdóttir, Stjörnunni
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi
Karen Knútsdóttir, Nice
Lovísa Thompson, Gróttu
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Rut Jónsdóttir, Midtjylland
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Sunna Jónsdóttir, HK Halden
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Kristiansand
Rakel Dögg aftur í landsliðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
