Heimir segir Skotum að nýta sér hlutverk lítilmagnans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 17:15 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri í landsleik. Vísir/Getty Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“ EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Frækinn sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi í sumar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og gerir enn. Englendingar hafa verið í sárum síðan - skipt tvívegis um landsliðsþjálfara á aðeins örfáum mánuðum en freista þess nú að komast aftur á rétta braut með góðum árangri í undankeppni HM 2018. Skotar hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu síðan 1998 og mæta Englendingum á Wembley annað kvöld í undankeppni HM. Skoskir fjölmiðlar rifja af því tilefni upp sigur Íslands á Englandi í sumar og birti skoska dagblaðið Daily Record viðtal við Heimi Hallgrímsson, þjálfara íslenska liðsins, í gær. Sjá einnig: Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi „Það voru engin leyndarmál þennan dag nema leikgreining okkar og fá leikmenn til að trúa á verkefnið,“ sagði Heimir.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/gettyVorum pressulausir og það var lykilatriði „Sálfræðin spilaði mjög stórt hlutverk í sigri okkar. Við höfðum þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna okkar og knattspyrnuáhugamanna víða um heim,“ sagði hann enn fremur. „Við gátum leyft okkur að fara inn í leikinn pressulausir. Það er lykilatriði þegar maður er lítilmagni og auðveldar manni að ná því besta fram.“ „Leikmenn voru afslappaðir og þegar leikurinn hófst fundum við að þetta yrði okkar dagur - jafnvel þó að þeir hafi skorað snemma í leiknum. Okkur tókst að jafna mínútu síðar og allt sem við höfðum planlagt gekk upp.“ Heimir segir að með réttum undirbúningi séu lítilmagnanum allir vegir færir. Þeir hafi vitað allt um enska liðið en Englendingar lítð um það íslenska. Hann bendir einnig á að Lars Lagerbäck hafi aldrei tapað fyrir Englandi á hans landsliðsferli og að það sé líklega engin tilviljun. „Hann notaði örugglega alltaf sama uppleggið gegn Englandi. Öflugan og þéttan varnarleik. Þegar England spilar við Ísland, Svíþjóð og líklega Skotland þá vita Englendingar að þeir eru með betri leikmenn í sínum röðum. Þolinmæði og nánast tortryggin nálgun á leikinn er það sem færði okkur velgengni.“
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira