Kvennalið Hauka spilar í Evrópukeppninni eftir áramót og í dag kom í ljós hvaða lið Haukarnir mæta í næstu umferð. Það er ekki hægt að segja að Hafnfirðingarnir hafi haft heppnina með sér að þessu sinni.
Haukar spilar á móti hollenska liðinu Virto/Quintus í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu.
Haukarnir seldu heimaleikinn sinn í þriðju umferðinni en það kom ekki að sök því Haukakonur fóru til Ítala og unnu ítalska liðið Jomi Salerno samanlagt 50-41.
Virto/Quintus spilaði við ZRK Mira Prijedor frá Bosníu í 3. umferðinni og átti vægast sagt ekki í miklum vandræðum. Hollensku stelpurnar unnu nefnilega samanlagt með 50 marka mun, 90-40.
Það er ljóst á þeim úrslitum að verkefnið verður gríðarlega erfitt fyrir Haukaliðið.
Daisy Hage, vinstri hornamaður hollenska liðsins, skoraði 21 mark í leikjunum tveimur, þar af tólf mörk í fyrri leiknum.
Haukakonur til Hollands | Þær hollensku unnu síðustu mótherja sína 90-40
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn