Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Birgir Olgeirsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2016 10:30 Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. Á myndinni er Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri og annar af eigendum Brúneggja. Vísir/GVA Árið 2015 nam hagnaður eggjaframleiðandans Brúneggja 41,8 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst milli ára en hann nam 29,6 milljónum króna árið áður. Árið 2013 nam hagnaðurinn 41,6 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið því hagnast um 113 milljónir króna. Eignir félagsins í árslok 2015 námu 396 milljónum króna, samanborið við 428 milljónir króna árið áður. Eigið fé nam 122,7 milljónum króna og lækkaði um rúmar fjörutíu milljónir milli ára. Skuldir námu 273 milljónum króna í árslok 2015. Frá 2010 hafa Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna. Innlendir hluthafar Brúneggs voru í árslok 2015 tveir, Geysir-Fjárfestingarfélag og Bali en félögin tvö áttu hvort um sig fimmtíu prósenta hlut. Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir sem eiga þessi fyrirtæki, Kristinn á Geysi-Fjárfestingafélag ehf. en Björn á Bala ehf. Þeir hafa því hagnast um yfir hundrað milljónir hvor frá 2010. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, sagði við Kastljós í gær að að slíkt gæti komið fyrir að fuglar fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður en brugðist hefði verið við því. Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla slíkar kröfur. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði sagði hann það standa fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Sagðist hann standa við það að hlutirnir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við. Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Árið 2015 nam hagnaður eggjaframleiðandans Brúneggja 41,8 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst milli ára en hann nam 29,6 milljónum króna árið áður. Árið 2013 nam hagnaðurinn 41,6 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið því hagnast um 113 milljónir króna. Eignir félagsins í árslok 2015 námu 396 milljónum króna, samanborið við 428 milljónir króna árið áður. Eigið fé nam 122,7 milljónum króna og lækkaði um rúmar fjörutíu milljónir milli ára. Skuldir námu 273 milljónum króna í árslok 2015. Frá 2010 hafa Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna. Innlendir hluthafar Brúneggs voru í árslok 2015 tveir, Geysir-Fjárfestingarfélag og Bali en félögin tvö áttu hvort um sig fimmtíu prósenta hlut. Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir sem eiga þessi fyrirtæki, Kristinn á Geysi-Fjárfestingafélag ehf. en Björn á Bala ehf. Þeir hafa því hagnast um yfir hundrað milljónir hvor frá 2010. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, sagði við Kastljós í gær að að slíkt gæti komið fyrir að fuglar fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður en brugðist hefði verið við því. Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla slíkar kröfur. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði sagði hann það standa fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Sagðist hann standa við það að hlutirnir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við.
Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28