Pálmar ætlar að breyta hugarfari heillar kynslóðar: Kennir strákunum sínum að skjóta eins og stelpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 14:15 Pálmar Ragnarsson að tala við strákana sína. Mynd/Samsett Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira