Paris Hilton aldamótanna er tískufyrirmynd dagsins í dag Ritstjórn skrifar 25. nóvember 2016 09:00 Það var engin sem hafði jafn mikil áhrif á tískuna um aldamótin eins og Paris Hilton Myndir/Getty Á árunum 2000 til 2006 var djammdrottningin og raunveruleikastjarnan Paris Hilton ein stærsta stjarna Hollywood og stærsta tískufyrirmynd ungra stúlkna. Það virðist sem áhrif hennar á tískuna séu farin að láta finna fyrir sér enn á ný. Fyrir mánuði síðan mætti Kendall Jennar í alveg eins kjól í afmælið sitt og Paris klæddist þegar hún hélt upp á 21 árs afmælið sitt árið 2001. Paris var einnig mikið fyrir Juicy Couture jogging gallana á sínum tíma en þeir leika stórt hlutverk í nýjustu línu Vetements. Paris var í viðtali við Vogue á dögunum þar sem hún talaði um hvernig tískan var á þeim tíma og hvernig hún sé farin að láta á sér kræla aftur. Hún sagðist ekki hafa verið með neinn stílista heldur keypti allt sem glitraði sem mest og var mikið fyrir buxur og pils sem voru eins lágar í mittið og hægt var. Sjálf sagðist hún vera ánægð með að Kendall hafi ákveðið að klæðast alveg eins kjól og hún á afmælinu sínu. „ Það er gaman að sjá allt þetta sem maður var alltaf í sé komið aftur í tísku. Minningarnar hellast nánast yfir mann. Minn persónulegi stíll hefur breyst mikið en ég hef gaman af þessu.“ Hún segist þó ekki vera hrifin af því að UGG skórnir séu komnir aftur. Mest lesið Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Kendall útskýrir af hverju hún hætti á Instagram Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Nasty Gal tekið til gjaldþrotaskipta Glamour Rennilásar og Matrix frá Alexander Wang Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Topplistinn: Uppáhalds snyrtivörur Glamour Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Ræktarföt Beyoncé framleidd við óásættanleg skilyrði Glamour
Á árunum 2000 til 2006 var djammdrottningin og raunveruleikastjarnan Paris Hilton ein stærsta stjarna Hollywood og stærsta tískufyrirmynd ungra stúlkna. Það virðist sem áhrif hennar á tískuna séu farin að láta finna fyrir sér enn á ný. Fyrir mánuði síðan mætti Kendall Jennar í alveg eins kjól í afmælið sitt og Paris klæddist þegar hún hélt upp á 21 árs afmælið sitt árið 2001. Paris var einnig mikið fyrir Juicy Couture jogging gallana á sínum tíma en þeir leika stórt hlutverk í nýjustu línu Vetements. Paris var í viðtali við Vogue á dögunum þar sem hún talaði um hvernig tískan var á þeim tíma og hvernig hún sé farin að láta á sér kræla aftur. Hún sagðist ekki hafa verið með neinn stílista heldur keypti allt sem glitraði sem mest og var mikið fyrir buxur og pils sem voru eins lágar í mittið og hægt var. Sjálf sagðist hún vera ánægð með að Kendall hafi ákveðið að klæðast alveg eins kjól og hún á afmælinu sínu. „ Það er gaman að sjá allt þetta sem maður var alltaf í sé komið aftur í tísku. Minningarnar hellast nánast yfir mann. Minn persónulegi stíll hefur breyst mikið en ég hef gaman af þessu.“ Hún segist þó ekki vera hrifin af því að UGG skórnir séu komnir aftur.
Mest lesið Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Glamour Kendall útskýrir af hverju hún hætti á Instagram Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Nasty Gal tekið til gjaldþrotaskipta Glamour Rennilásar og Matrix frá Alexander Wang Glamour Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Glamour Fjölbreytnin í fyrirrúmi í nýrri stuttmynd Ísoldar Braga Glamour Topplistinn: Uppáhalds snyrtivörur Glamour Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Ræktarföt Beyoncé framleidd við óásættanleg skilyrði Glamour