Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 18:40 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór „Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent