Strákar, hver ætlar að dekka gríska undrið næsta sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 06:30 Antetokounmpo er búinn að vera besti leikmaður Milwaukee Bucks í vetur. vísir/getty Grikkinn Giannis Antetokounmpo komst á þriðjudagskvöldið í hóp með Michael Jordan og Hakeem Olajuwon í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Daginn eftir fékk hann að vita það að Eurobasket næsta sumar byrjar hjá honum með leik á móti íslenska landsliðinu 31. ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur gælunafnið „Gríska undrið“ og skal engan undra enda án efa hávaxnasti leikstjórnandinn í heimi. Hinn 211 sentimetra Giannis er enn ungur maður og því með mikið rými til að verða mun betri. Hann heldur upp á 22 ára afmæli sitt í byrjun jólamánaðarins en þrátt fyrir það er kappinn þegar á sínu fjórða tímabili í NBA-deildinni.Antetokounmpo telur 211 sentimetra.vísir/getty11,3 milljarða samningur Forráðamenn Milwaukee Bucks voru tilbúnir að bjóða honum hundrað milljóna dollara samning í september. Hafi einhver talið að 11,3 milljarðar fyrir fjögur næstu árin væru of mikið þá efast menn ekki lengur. Hróður Giannis Antetokounmpo eykst með hverjum mánuði enda tölfræði hans saga til næsta bæjar. Hver veit nema við fáum meira af leikjum á næstunni eins og þann þegar Bucks-liðið vann Orlando á mánudaginn. Antetokounmpo varð þá fjórði NBA-leikmaðurinn frá 1984 sem nær að vera með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 3 varin skot í einum og sama leiknum. Hann komst þar í hóp með Michael Jordan (1988), Hakeem Olajuwon (1994) og Andrei Kirilenko (2007). Nú þegar Milwaukee Bucks er búið með þrettán leiki á tímabilinu (af 82) þá er strákurinn sá eini í NBA-deildinni sem er meðal 25 efstu manna í stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum að meðaltali í leik. Súperstjörnurnar Anthony Davis og Draymond Green ná „aðeins“ inn á topp 25 á fjórum listum og LeBron James er „bara“ meðal efstu manna á þremur listum. Giannis hefur verið besti maður Milwaukee Bucks á báðum endum vallarins og hann er að bæta sig gríðarlega á hverju tímabili. Hann hefur hækkað sig í öllum fyrrnefndum tölfræðiþáttum á fyrstu fjórum tímabilum sínum í NBA.Ólst upp í mikilli fátækt í Grikklandi Antetokounmpo þekkir ekkert annað en að vinna fyrir hlutunum eftir að hafa alist upp í mikilli fátækt á Grikklandi. Honum tókst að komast þaðan og skapa sér nýtt líf. Hann hefur síðan komið með alla sína fjölskyldu til Wisconsin. Giannis vill heldur hvergi annars staðar vera og datt ekki í hug að kanna betri tilboð frá öðrum félögum. Antetokounmpo er þegar orðinn stjarna og með sama áframhaldi styttist í að hann verði ein af súperstjörnum NBA. Við erum að tala um leikstjórnanda sem er stærri en nokkrir miðherjar deildarinnar. Antetokounmpo er algjörlega einstakur leikmaður en í viðbót við alla sentimetrana er hann með 220 sentimetra faðm. Hann fer völlinn í nokkrum skrefum og eftir að Milwaukee Bucks fór að láta hann spila sem leikstjórnanda hefur hann blómstrað. Það er ekki verra fyrir hann að þjálfari hans er Jason Kidd, einn besti leikstjórnandi NBA-deildarinnar á sínum tíma. Það er ekki annað hægt en að hrífast af þessum ótrúlega íþróttamanni sem líður aldrei betur en á opnum velli í hraðri sókn.Hver dregur stutta stráið? Líkamlegir hæfileikar, betri og betri tækni í bland við mikla körfuboltagreind gerir mótherjunum nánast ómögulegt að reyna að stöðva hann. Þessu fá strákarnir okkar að kynnast í Helsinki næsta sumar, en Antetokounmpo hefur verið með gríska landsliðinu undanarin tvö sumur. Stóra spurningin er hver dregur stutta stráið og þarf að dekka hann. Þegar tölfræði manna er farin að detta inn með bestu alhliða dögum leikmanna eins og Michaels Jordan og Hakeems Olajuwon þá er ljóst að þar fer efni í súperstjörnu í NBA. Hann hefur líka átta mánuði til að verða enn betri fyrir þennan leik á móti Jóni Arnóri Stefánssyni, Hauki Helga Pálssyni, Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum á Hartwall Arena. Haukur, Hörður og Jón Arnór eru allir frábærir varnarmenn og þekkja það vel að dekka stærri menn. Þeir hafa hins vegar örugglega aldrei lent í því að dekka mann eins og „Gríska undrið“. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Grikkinn Giannis Antetokounmpo komst á þriðjudagskvöldið í hóp með Michael Jordan og Hakeem Olajuwon í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Daginn eftir fékk hann að vita það að Eurobasket næsta sumar byrjar hjá honum með leik á móti íslenska landsliðinu 31. ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur gælunafnið „Gríska undrið“ og skal engan undra enda án efa hávaxnasti leikstjórnandinn í heimi. Hinn 211 sentimetra Giannis er enn ungur maður og því með mikið rými til að verða mun betri. Hann heldur upp á 22 ára afmæli sitt í byrjun jólamánaðarins en þrátt fyrir það er kappinn þegar á sínu fjórða tímabili í NBA-deildinni.Antetokounmpo telur 211 sentimetra.vísir/getty11,3 milljarða samningur Forráðamenn Milwaukee Bucks voru tilbúnir að bjóða honum hundrað milljóna dollara samning í september. Hafi einhver talið að 11,3 milljarðar fyrir fjögur næstu árin væru of mikið þá efast menn ekki lengur. Hróður Giannis Antetokounmpo eykst með hverjum mánuði enda tölfræði hans saga til næsta bæjar. Hver veit nema við fáum meira af leikjum á næstunni eins og þann þegar Bucks-liðið vann Orlando á mánudaginn. Antetokounmpo varð þá fjórði NBA-leikmaðurinn frá 1984 sem nær að vera með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 3 varin skot í einum og sama leiknum. Hann komst þar í hóp með Michael Jordan (1988), Hakeem Olajuwon (1994) og Andrei Kirilenko (2007). Nú þegar Milwaukee Bucks er búið með þrettán leiki á tímabilinu (af 82) þá er strákurinn sá eini í NBA-deildinni sem er meðal 25 efstu manna í stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum að meðaltali í leik. Súperstjörnurnar Anthony Davis og Draymond Green ná „aðeins“ inn á topp 25 á fjórum listum og LeBron James er „bara“ meðal efstu manna á þremur listum. Giannis hefur verið besti maður Milwaukee Bucks á báðum endum vallarins og hann er að bæta sig gríðarlega á hverju tímabili. Hann hefur hækkað sig í öllum fyrrnefndum tölfræðiþáttum á fyrstu fjórum tímabilum sínum í NBA.Ólst upp í mikilli fátækt í Grikklandi Antetokounmpo þekkir ekkert annað en að vinna fyrir hlutunum eftir að hafa alist upp í mikilli fátækt á Grikklandi. Honum tókst að komast þaðan og skapa sér nýtt líf. Hann hefur síðan komið með alla sína fjölskyldu til Wisconsin. Giannis vill heldur hvergi annars staðar vera og datt ekki í hug að kanna betri tilboð frá öðrum félögum. Antetokounmpo er þegar orðinn stjarna og með sama áframhaldi styttist í að hann verði ein af súperstjörnum NBA. Við erum að tala um leikstjórnanda sem er stærri en nokkrir miðherjar deildarinnar. Antetokounmpo er algjörlega einstakur leikmaður en í viðbót við alla sentimetrana er hann með 220 sentimetra faðm. Hann fer völlinn í nokkrum skrefum og eftir að Milwaukee Bucks fór að láta hann spila sem leikstjórnanda hefur hann blómstrað. Það er ekki verra fyrir hann að þjálfari hans er Jason Kidd, einn besti leikstjórnandi NBA-deildarinnar á sínum tíma. Það er ekki annað hægt en að hrífast af þessum ótrúlega íþróttamanni sem líður aldrei betur en á opnum velli í hraðri sókn.Hver dregur stutta stráið? Líkamlegir hæfileikar, betri og betri tækni í bland við mikla körfuboltagreind gerir mótherjunum nánast ómögulegt að reyna að stöðva hann. Þessu fá strákarnir okkar að kynnast í Helsinki næsta sumar, en Antetokounmpo hefur verið með gríska landsliðinu undanarin tvö sumur. Stóra spurningin er hver dregur stutta stráið og þarf að dekka hann. Þegar tölfræði manna er farin að detta inn með bestu alhliða dögum leikmanna eins og Michaels Jordan og Hakeems Olajuwon þá er ljóst að þar fer efni í súperstjörnu í NBA. Hann hefur líka átta mánuði til að verða enn betri fyrir þennan leik á móti Jóni Arnóri Stefánssyni, Hauki Helga Pálssyni, Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum á Hartwall Arena. Haukur, Hörður og Jón Arnór eru allir frábærir varnarmenn og þekkja það vel að dekka stærri menn. Þeir hafa hins vegar örugglega aldrei lent í því að dekka mann eins og „Gríska undrið“.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira