Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 16:06 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07