Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Hún á afmæli í dag. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Mynd/S2/Böddi Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni klukkan 19.30 í kvöld en þetta er sjötti og síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Sigrún Sjöfn heldur upp á 28 ára afmælið sitt í dag en hún er fædd 23. nóvember 1988. Íslenska liðið þarf að rífa sig upp eftir 46 stiga tap út í Slóvakíu á laugardaginn. „Þetta var erfitt. Leikurinn var bara erfiður í alla staði og ég held að ég hafi aldrei spilað leik þar sem ég hef lent jafnoft á vegg. Við reyndum og reyndum en það gekk ekki. Þær voru stórar, sterkar og hraðar og það gekk ekkert upp hjá okkur,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir eftir æfingu liðsins í gær. Hvernig ætla stelpurnar að rífa sig upp eftir skellinn úti í Slóvakíu? „Við erum með marga flotta karaktera í liðinu. Við ætlum að gera betur og við munum gera betur. Þetta var erfitt en þetta er búið að það er ekkert sem við getum gert núna til þess að breyta því. Við ætlum að standa okkur í næsta leik og gera ennþá betur,“ sagði Sigrún. „Þetta er ný hópur sem er að koma saman. Það er því erfitt að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta vetri. Það er margt sem þarf að laga og þá sérstaklega í sóknarleiknum. Við þurfum að finna lausnir,“ sagði Sigrún. Sigrún var bæði stighæst og með flestar stoðsendingar hjá liðinu í leiknum á móti Slóvakíu. „Ég þarf að taka mig til og gera betur eins og allir aðrir í liðinu, bæði í sókn og vörn. Þetta er erfitt af því að þær eru stórar og sterkar en við eigum meiri möguleika á móti Portúgölunum,“ sagði Sigrún. Íslenska liðið vann frábæran sigur á Ungverjalandi í febrúar. „Við vorum hérna heima og fengum frábæran stuðning frá áhorfendum sem gaf okkur ennþá meiri kraft inn á völlinn. Ef við fáum góðan stuðning og tökum okkur allar saman og berjumst sem einn maður þá eigum við góða möguleika,“ sagði Sigrún. Fyrri leikurinn tapaðist út í Portúgal en það er eini sigur portúgalska liðsins í keppninni. Sigur tryggir íslenska liðinu þriðja sæti riðilsins. „Við höfum talað um það eftir síðasta leikinn á móti Portúgal að við ætlum að vinna þær hérna heima. Það er stefnan að vinna þær og taka þriðja sætið,“ sagði Sigrún að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum