Yfirlýsing frá Grindavík: Stelpurnar gerðu ekkert rangt 22. nóvember 2016 14:01 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Vegna þess hefur unglingaráð körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Kröftug umræða hefur átt sér stað eftir facebook færslu þjálfara Njarðvíkur eftir leik Vals og Grindavíkur í 9. flokki kvenna. Umræðan um of stóra sigra í yngri flokkum körfuboltans kemur reglulega upp og er ákveðið vandamál sem KKDG vill ekki sjá í hreyfingunni. Þjálfari 9. flokks kvenna í Grindavík hefur viðurkennt að reynsluleysi af hennar hálfu, í stöðu sem þessari, hafi gert það að verkum að leikurinn endaði með jafn miklum mun og raun bar vitni. Hún greip til aðgerða í leiknum, en hefði getað gripið til róttækari ráðstafana sem hefðu minnkað skaðann þegar ljóst var í hvað stefndi. Eftir þessa erfiðu reynslu síðasta sólahring þá er hún reynslunni ríkari. KKDG fagnar því að búið sé að opna á þessa umræðu og ætlar ásamt þjálfurum að vinna að lausnum á því að svona atvik komi ekki aftur upp og skorar á önnur félög að fara í slíka vinnu. KKDG styður heilshugar við bakið á þjálfaranum sem hefur mikinn metnað fyrir þjálfun. Deildin hefur verið mjög sátt við hennar störf innan félagsins. Þjálfarinn nýtur mikils stuðnings bæði stelpnanna og foreldra þeirra. Við viljum að það komi skýrt fram að leikmenn 9. flokks Grindavíkur gerðu ekkert rangt um helgina, þær einfaldlega spiluðu eins og þjálfarinn lagði upp með. KKDG vill hinsvegar nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju með að atburðir helgarinnar séu settir fram á þennan hátt inn á opna facebook síðu, þar sem dregin er upp dökk mynd af þeim. Í færslunni lýsir þjálfari Njarðvíkur með ófögrum orðum hvernig hann upplifði orð þjálfarans og látbragð hennar og lýsir svo hárri fimmu í enda leiks sem fagnaðarlátum. Aðrir aðilar sem voru á þessum umrædda leik upplifðu orð þjálfarans og látbragð hans ekki á sama hátt og færsluhöfundur lýsir. Inntak ofangreindrar facebookfærslu, taka þjálfari og KKDG til sín og ætla að bregðast við, eins og að framan greinir. Annað í þessari færslu fordæmir KKDG og þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast. KKDG þykir leitt hvað þjálfari og leikmenn 9. flokks bæði Grindavíkur og Vals hafa fengið neikvæða athygli. Við hreinlega skiljum ekki tilganginn með þessari færslu nema verið sé að reyna að koma slæmu orði á þjálfara félagsins og félagið sjálft. Einnig skapar þessi færsla á Facebook neikvæða umræðu um körfuboltagreinina sem slíka, og þá sérstaklega kvennamegin. Ef umhyggja greinarhöfundar hefði verið einlæg í ljósi áratuga reynslu af körfubolta, hefði umræðan ekki verið sett í þennan farveg. Þetta mál hefði auðveldlega verið hægt að leysa á betri og mun faglegri hátt. Þjálfarar,iðkendur og aðrir sjálfboðaliðar yngri flokka KKDG hafa unnið frábært starf síðustu árin en lítið af þeim góðu hlutum hafa ratað í fjölmiðla landsins. KKDG mun áfram leggja sitt af mörkum að vinna að hag körfuboltans á Íslandi. Með von um áframhaldandi jákvæð og skemmtileg samskipti milli félaga. Með körfuboltakveðju.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00 Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði Körfuknattleiksdeild Vals sendir frá sér yfirlýsingu vegna stórsigurs í stúlknaflokki um helgina. 21. nóvember 2016 16:00
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45