Forfaðir Donalds Trump hét Þormóður Ljótsson Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2016 19:02 Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999. Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Líkur benda til að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, og íslenskar konur eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja en móðir Trump var fædd og uppalin á bænum Tungu í Ljóðhúsum á Suðureyjum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við þá Magnús Jónsson sagnfræðing og Agnar Helgason, líffræðilegan mannfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í þáttaröðinni Landnemarnir á Stöð 2 hafa rætur íslensku þjóðarinnar á Suðureyjum við Skotland verið skoðaðar en Magnús Jónsson sagnfræðingur fer þangað reglulega með hópa Íslendinga í skoðunarferðir. Norskir fjölmiðlar hafa nú rakið rætur Donalds Trump til norrænna manna á sömu slóðum í gegnum móður hans, Mary Anne MacLeod, en forfaðir hennar hét Ljótur. Ætt Ljóts skiptist í tvo ættboga í gegnum syni hans, sem hétu Þorkell og Þormóður, en í skoskum ritum eru þeir nefndir Torquil og Tormod MacLeod. „Þormóður þessi er ættfaðir þeirra á Ljóðhúsum,“ segir Magnús en tekur fram að hann hafi verið uppi í kringum 1300 löngu eftir að Ísland var fullnumið. Magnús Jónsson sagnfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Móðir Donalds Trump var frá bænum Tungu á Ljóðhúsum en svo var eyjan Lewis nefnd í fornsögum. Þar er allt morandi í norrænum örnefnum. „Á Kjalarnesi, í Kjós og í kringum Akranes eru mörg örnefni sem tengjast sömu örnefnum og á Ljóðhúsum,“ segir Magnús. Það er talið benda til þess að landnámsmenn þar hafi margir komið frá þessari eyju á Suðureyjum. Afkomendur Ketils flatnefs, Auður djúpúðga, Björn austræni, Helgi bjólan og Þórunn hyrna, eru nöfn úr landnámssögunni sem tengjast Suðureyjum. Og það er fleira en fornsögurnar og örnefnin. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar sýna sérstæð tengsl milli íslenskra kvenna og kvenna frá Suðureyjum. Þannig fundust tvö afbrigði hvatbera erfðaefnis einungis í Íslendingum og Suðureyingum, og hvergi annars staðar í heiminum, sem bendir til að konur ættaðar frá Suðureyjum hafi verið áberandi í landnámshópnum, að sögn Agnars Helgasonar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við Íslendingar eru náskyldir Suðureyingum í kvenlegg. Hvatberaerfðaefni okkar er margt hvert alveg eins og við finnum á Suðureyjum. Þannig að það má segja að umtalsverður fjöldi af konum hafi komið þaðan til Íslands. Hvort það gerir okkur skyld Donald Trump veit ég ekki en það gæti verið,“ segir Agnar. Magnús Jónsson fer einnig varlega í að fjölyrða um skyldleika Íslendinga við Donald Trump. „En vissulega ef við getum teygt okkar forfeður á þetta svæði þá getur hann gert það alveg eins,“ segir Magnús. Móðir Donalds Trump, Mary Anne MacLeod, lést árið 2000, en faðir hans, Frederick Christ Trump, lést árið 1999.
Bretland Donald Trump Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59