Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 12:45 Úrslit leiksins. Til hægri er Ólöf Helga. Samsett mynd/Facebbok/Vísir Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira