Gunnar Bragi ósammála Vigdísi: „Fjölmiðlar staðið sig býsna vel“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 10:32 Landbúnaðarráðherra er ekki sammála ummælum Vigdísar Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss sé aðför að íslenskum landbúnaði. Vísir Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“ Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist ekki sammála Vigdísi Hauksdóttur að umfjöllun Kastljóss hafi verið aðför að íslenskum landbúnaði. Hann segir að mál Brúneggja geti skaðað landbúnaðinn og að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Gunnar Bragi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi var meðal annars spurður út í ummæli Vigdísar Hauksdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins, að það væri ætlunarverk RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað. Hann sagðist ekki geta tekið undir þau orð flokkssystur sinnar. Sjá einnig: Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Ég get nú ekki verið sammála því að það sé verið að ráðast á landbúnaðinn sem slíkann. Ég held að þarna hafi fjölmiðlar staðið sig býsna vel í að upplýsa um þetta. Það er alveg óvíst hvenær þetta mál hefði komið upp. Auðvitað hefði þetta komið upp á endanum en það er alveg óvíst hvenær. Matvælastofnun var þarna í miklu ferli við að upplýsa um þetta í rauninni. Það var komin vitneskja um þessa vörumerkjanotkun eins og kom fram. Þannig að ég held að þetta hafi bara verið vel gert,“ sagði Gunnar Bragi. Hann sagði jafnframt að ill meðferð dýra á eggjabúi Brúneggja hafi aldrei komið á borð ráðuneytisins. Málið hafi fyrst komið upp í ráðuneytinu vegna villandi merkingar að um vistvæna landbúnaðarafurð hafi verið að ræða. „Þetta er náttúrulega þannig að Matvælastofnun er með eftirlitið og klárar þessi mál, setur á dagsektir eins og var gert þarna eða fer í vörslusviptingu. Þetta mál hefur aldrei komið á borð ráðuneytisins út af þessu. En útaf merkinu kemur þetta inn á borð,“ sagði Gunnar Bragi. Hann segir jafnframt ekki viðeigandi að ráðuneytið skipti sér af vinnu Matvælastofnunar þegar mál eru í ferli. „Lögin eru þannig að Matvælastofnun er sá aðili sem klárar málið alla leið í rauninni. Síðan getur viðkomandi rekstraraðili kært matvælastofnun til okkar. Við sem stjórnvald getum ekki verið ofan í rannsóknaraðilunum lika þegar er verið að athuga þetta.“ Gunnar Bragi segir jafnframt slæmt að svartir sauðir geti komið óorði á heila atvinnugrein og að langflestir í landbúnaði séu með sín mál á hreinu. „Allt svona skaðar atvinnugreinar, sem er fáránlegt í rauninni og alveg skelfilegt. Að einn aðili geti komið svona óorði á heila atvinnugrein. Langflestir í landbúnaði, hvort sem það er í sauðfé, mjólkinni eða eggjum, eru með allt sitt á hreinu.“
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32
Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka "Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku.“ 29. nóvember 2016 15:19
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent